1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Viðtöl og vetrarfrí

Ritað .

Miðvikudaginn 17. október eru foreldraviðtöl í skólanum og því er engin kennsla þann dag.  Viljum benda foreldrum á að nemendur 2.-10. bekkjar eiga að mæta í viðtölin með foreldrum sínum. Einhverjir kennarar þurftu að hafa viðtölin sín fyrr (10.b og hluti 7.b).  Nú ættu allir að vera búnir að bóka tíma en ef það hefur eitthvað misfarist þá endilega hafa samband við skólann.

Dagana 18.-22. október er síðan vetrarfrí í Ingunnarskóla og því enginn skóli þá daga.  Kennsla hefst aftur skv. stundatöflu þriðjudaginn 23. október.  Við vonumst til að nemendur njóti leyfisins sem allra best og komi hressir og kátir í skólann að loknu leyfi.

friends and family clip art family together png WPd4Ta clipart

Bleiki dagurinn

Ritað .

Föstudaginn 12. október er Bleiki dagurinn og við ætlum að taka þátt í því og mæta bleikum fötum í þann dag.

Gaman væri ef sem flestir nemendur gætu tekið þátt í þessu með okkur.

81226438 8e33 420c 9992 030acaf1a858

Tankadagurinn í dag

Ritað .

Í dag var Tankadagurinn haldinn hátíðlegur. Byrjað var á samveru kl. 9 þar sem við fengum fræðslu frá Orkuveitunni um tankana okkar í Grafarholti.

Nemendum hafði verið skipt í aldursblandaða hópa sem fóru á milli stöðva þar sem boðið var upp á alls kyns skemmtileg verkefni  eins og goggagerð, dansleikir, íþróttafjör, bingó, spurningakeppni, byggja tanka og þrautaleikir. 

Nemendur í 10. bekk aðstoðuðu á stöðvum og í hópunum mjög vel. Hápunktur dagsins var kökukeppnin sem nemendur í 6.-10. bekk gátu tekið þátt í og bárust margar flottar og girnilegar kökur og átti dómnefndin mjög erfitt með að velja þrjár bestu kökurnar. Að lokum var boðið upp á pylsur og safa og allir fóru glaðir heim eftir góðan dag. 

IMG 0155

Tankadagurinn á morgun

Ritað .

Á morgun, föstudaginn 5. október, verður hinn árlegi Tankadagur haldinn hátíðlegur í skólanum. Þetta er skertur skóladagur þannig að nemendur skólans eru búnir á hádegi eftir hádegismat. Þeir nemendur sem eru að fara í Stjörnuland verða hérna í skólanum þangað til að þau verða sótt af starfsmönnum Stjörnulands.

Nemendur 1.-10. bekkjar eiga að mæta þennan dag í skólann á sitt heimasvæði kl. 8:50. ATH, þetta er breyting frá venjulegum mætingartíma 8.-10. bekkjar á föstudögum. 

Nemendum 2.-10. bekkjar er skipt niður í litahópa og flakka þeir á milli stöðva sem verða settar upp víðsvegar um skólann. Gaman væri ef nemendur gætu komið klædd skv. litahópnum sínum. 1. bekkur verður ásamt sínum umsjónarkennara í samsvarandi stöðvum á sínu svæði.

Nesti verður borðað kl. 10:10 á þeirri stöð sem nemendur eru á. Nauðsynlegt er því að koma með nestið í poka sem þau geta auðveldlega farið með á milli stöðva. Nemendur þurfa einungis að mæta með nestispoka, ekki skólatösku.

Kökukeppnin sívinsæla fyrir 6.-10. bekk verður á dagskrá og hvetjum við sem flesta til að taka þátt. Nemendur eiga að stilla þeim upp á borð sem verður sett upp í mötuneytinu. Síðan mun dómnefnd dæma og veita verðlaun fyrir 1.-3. sætið.

IMG 0025

Ingunnarskóli grunnskólameistari Reykjavíkur í knattspyrnu

Ritað .

Í síðustu viku tóku nemendur í 7. og 10. bekk þátt í grunnskólamóti KRR í knattspyrnu.

Keppendur Ingunnarskóla stóðu sig öll með prýði en lið 7.b stúlkna var þó eina liðið sem komst í 6 liða úrslit að þessu sinni.

Þar gerðu þær sér lítið fyrir og unnu alla leikina sína og tryggðu sér því sæti í úrslitaleiknum á móti Seljaskóla. Eftir æsispennandi leik enduðu leikar þannig að hvorugt liðið náði að skora og þurfti því að fara í vítaspyrnukeppni. Þar voru stúlkurnar í Ingunnarskóla með stáltaugar og náðu að nýta allar sínar vítaspyrnur á meðan Seljaskóli skoraði aðeins úr einni. Leikurinn endaði því 3-1 Ingunnarskóla í vil og fyrsti grunnskólameistaratitill skólans í höfn.

Aldeilis glæsilegur árangur hjá stúlkunum og Matta þjálfara en gaman er að geta þess að í liðinu voru fjórar stúlkur úr 7. bekk, hinar fjórar voru úr 5. og 6. bekk þannig að framtíðin er björt.

fótbolti

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |