Rósaball

Ritað .

Fimmtudaginn 22.september næstkomandi, verður Rósaball Ingunnarskóla haldið í skólanum frá kl. 20 - 23. Rósaballið er tækifæri fyrir eldri nemendur unglingadeildar til að bjóða nemendur í 8.bekk velkomin í unglingadeildina og munu því nemendur í 10.bekk sækja krakkana í 8.bekk heim það kvöldið og bjóða þau velkomin. 

Rósaballið sjálft verður svo frá kl. 20 - 23 og munu góðir gestir úr unglingadeild Dalskóla kíkja á heimsókn á ballið. Starfsmenn Ingunnarskóla, Dalskóla og Fókus verða í skólanum á ballinu til að hafa auga með hópnum en nemendur sjá sjálfir um að spila tónlist og halda uppi fjörinu.

rose clip art border 9tpbdbj8c png FAqr8X clipart

Forvarnarfræðsla

Ritað .

Forvarnarfræðsla Magnúsar Stefánssonar fór fram í skólanum 7. september. Magnús hitti nemendur í 8. til 10. bekk um morguninn og var svo með fund með foreldrum um kvöldið. Fræðsla Magnúsar á svo sannarlega erindi við foreldra og voru þeir foreldrar sem mættu mjög ánægðir með fræðsluna og umræðuna sem fór fram. Yfir 200 foreldrar eiga börn í unglingadeild og af þeim mættu 20 foreldrar á fræðsluna. Samvinna og samtal heimilis og skóla skiptir miklu máli. Skólabragur og vellíðan nemenda ásamt skuldbindingu þeirra til náms, verður betri þegar foreldrar og skóli vinna saman.

Ég hvet ykkur til að mæta vel á næsta foreldraspjall unglinga og eins að fjölmenna á spjallfundi sem settir verða af stað í byrjun október.

magnus

Ingunnarskóli hlýtur Menningarfána Reykjavíkur

Ritað .

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag  Ingunnarskóla, Gullborg og Sæborg Menningarfána Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi menningarstarf með börnum og ungmennum. Sjá nánari frétt hér.

Menningarfáni afhending

Vettvangsferð að Reynisvatni

Ritað .

Nemendur í 6.- og 7. bekk fóru í vettvangsferð að Reynisvatni í vikunni. Ferðin var í tengslum við þema sem þau eru nú í og heitir Vatnið og rafmagnið. Veðrið var með besta móti og nutu sín allir við leik og störf í góðar tvær klukkustundir. Það kom hópnum nokkuð á óvart að sjá hve lítið vatn væri í Reynisvatni og þurftu þau að fara ansi langt út til að sækja sér sýni úr vatninu. Með fötur fullar af góðgæti úr ferskvatninu skunduðu allir heim í skóla og þar var allt skoðað í smásjám og rannsakað vel og ítarlega. Á næstu dögum mun hópurinn svo útbúa sín eigin vistkerfi og fylgjast með þeim vaxa og dafna og skrásetja á vísindalegan máta að sjálfsögðu.

Þetta verkefni er orðinn fastur liður í vinnu 6.-og 7. bekkja Ingunnarskóla og er gaman að segja frá því að eldri nemendur skólans sáu strax hvað stóð til þegar hópurinn kom út með háfa og fötur og voru allir á einu máli um að þetta væri „geggjað skemmtilegt verkefni“. Það þarf vart að nefna að í þessari ferð blotnuðu sumir meira en aðrir – en allir komu kátir og sælir heim.

Fleiri myndir eru í myndasafni.

2

Fundur fyrir forráðamenn barna í 8.-10.b Ingunnarskóla

Ritað .

HVENÆR ER BESTI TÍMI DAGSINS TIL ÞESS AÐ ALA UPP BARN?

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn barna í 8. – 10. bekk Ingunnarskóla miðvikudaginn 7. september kl. 19:30.

Forvarnarfræðsla Magga Stef verður með fræðslustund í skólanum ykkar þar sem við finnum svar við þessari spurningu, ásamt því að skoða:

      ●Uppeldistengd málefni
      ●Gildi, hefðir og venjur
      ●Hvernig við styrkjum tilfinningagreind barna
      ●Hvernig við styrkjum sjálfstraust barna

Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er gott að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Aðeins um fyrirlesarann Magnús Stefánsson:
Magnús Stefánsson hefur starfað sem fyrirlesari hjá Maritafræðslunni síðan árið 2001. Hann hefur getið sér gott orð í því að ná til ungmenna við að útskýra mögulega skaðsemi vímugjafaeyslu. Magnús er tónlistarmaður og hefur spilað með hljómsveitunum s.s. UTANGARÐSMÖNNUM, EGO og SÁLINI HANS JÓNS MÍNS.

Uppfræddir og meðvitaðir foreldrar eru besta forvörn sem völ er á og rannsóknir sýna að unglingar taka mark á því sem foreldrar þeirra segja. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar séu virkir í umræðunni og taki fullan þátt í að fræða unglingana sína. Það þarf heilt þorp til þess að ala upp eitt barn

Allir foreldra/forráðamenn hjartanlega velkomnir.

Kær kveðja Magnús Stefánsson
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

maggi                              myndmaggi

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |