Heimkoma frá Reykjum

Ritað .

Í dag snúa ferðalangarnir okkar í 7.b aftur frá Reykjum. Skv. fréttum frá Hjördísi kennara þá leggja þau af stað um hádegisbil í dag. Við gerum því ráð fyrir þeim í hús milli 14 og 14:30.

Kennararnir hafa samband þegar þau vita nánari tímasetningu og mun ég senda póst á foreldra ásamt því að segja frá því á Facebook-síðu skólans.

7. bekkur á Reykjum

Ritað .

Nú eru nemendur 7.b Ingunnarskóla staddir í skólabúðunum Reykjaskóla. Þau fóru héðan á mánudag mjög spennt og koma aftur föstudaginn 2. desember.

Með þeim í för eru Hjalti, Hjördís og Olga og eru þau dugleg við að taka myndir af krökkunum í leik og starfi. Hjördís sendi slóð til foreldra 7.b en þær myndir er líka að finna í myndasafni skólans og verður bætt í það þegar fleiri myndir berast.

reykjamynd

Brons á Jólaskákmóti TR og SFS

Ritað .

Á sunnudag var Jólaskákmót TR og SFS haldið fyrir nemendur 1.-7. bekkjar. Ingunnarskóli sendi 4 sveitir á mótið, 3 drengjasveitir og 1 stúlknasveit. A-sveit Ingunnarskóla gerði sér lítið fyrir og lenti í 2. sæti sem tryggði þeim sæti í úrslitum sem haldið var daginn eftir. Hún var skipuð þeim Magnúsi 6.b, Guðmundi Peng 6.b, Guðna Viðari 5.b og Jóni Hreiðari 6.b.

B- og C- sveitin og stúlknasveitin stóðu sig líka vel og það er ljóst að það er bjart framundan hjá okkur með þessa skákmenn framtíðarinnar.

Í úrslitunum stóðu þeir sig mjög vel og tryggðu sér bronsið. Aldeilis frábær árangur hjá strákunum sem eiga þetta svo sannarlega skilið. Það er alveg ljóst að skólinn er kominn í hóp þeirra bestu í skólaskákinni í Reykjavík.

15202741 10209851893989833 278391394085904573 nA-sveit Ingunnarskóla ásamt þjálfara sínum Gunnari Finnssyni.

Skólalóðin

Ritað .

Nú er búið að opna stóran hluta af nýju skólalóðinni okkar. Nemendur alsælir með nýju klifurgrindina, trampólínin, rólurnar og jafnvægisslárnar.

Búið er að loka svæðin í kringum körfuboltavöllin og þar sem nýja hreystibrautin mun rísa. Vonandi verður þessari vinnu lokið fyrir jól en það fer allt eftir veðri og aðstæðum.

Gunnhildur skólaliði tók nokkrar myndir sem ég set í myndasafnið.

15239137 10209730018961463 822293038 n

Dagur íslenskrar tungu

Ritað .

Á föstudaginn héldum við hátíðlegan Dag íslenskrar tungu sem var 16. nóvember. Allir nemendur komu saman á sal og hlýddu á skemmtilega dagskrá þar sem Guðlaug Erla flutti ávarp og kór 6.-7. bekkjar söng syrpu af lögum. Síðan voru veitt verðlaun í Ljóða- og smásagnasamkeppninni og hlaut Daníel Sigþór Arnarson 5.MR verðlaun fyrir sögu sína Heimsóknin á Bessastaði. Verðlaun og viðurkenningar afhenti Hanna Borg Jónsdóttir sem einnig las upp úr ný út kominni  bók sinn Rúnari góða sem byggð er á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en þann 20. nóvember árið 1959 innleiddu Sameinuðu þjóðirnar Barnasáttmálann og hefur dagurinn síðan verið tileinkaður málefninu ár hvert og er hann alþjóðlegur dagur barna.

Barnasáttmálinn var formlega samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1989. Hann var undirritaður á Alþingi árið 1990 og staðfestur fyrir Íslands hönd 28. október 1992. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi 20. febrúar 2013. Í lögfestingu felst að hægt er að beita ákvæðum sáttmálans fyrir dómstólum sem settum lögum og er því um að ræða mikla réttarbót fyrir íslensk börn.

Á síðum Barnasáttmálans og Barnaheilla er hægt að kynna sér efni Barnasáttmálans.

dagurisl2

 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |