1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Öskudagur í Ingunnarskóla

Ritað .

Í dag var haldið upp á öskudaginn í Ingunnarskóla.  Þetta var skertur dagur en það þýðir að nemendur voru í skólanum til hádegis.  

Boðið upp á ýmislegt til skemmtunar. Nemendum var skipt í fjóra hópa og var hver hópur í 30 mínútur á ákveðinni stöð. Á einni stöðinni var boðið upp á danskennslu, á annarri bingó, á þeirri þriðju var skrímslastöð og að lokum var kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttasalnum.  Að þeim loknum gæddu nemendur sér á pylsum í mötuneytinu.

Nemendur mættu í allskonar múnderingum og gaman að sjá hversu hugmyndaríkir nemendur voru með búningana sína

Fleiri myndir frá öskudeginum er að finna í myndasafni skólans.

IMG 0026

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |