1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Skilaboð frá bókasafni

Ritað .

Við viljum hvetja foreldra til að kanna hvort að það leynast bækur frá skólabókasafninu heima. Við höfum verið að kaupa nýjar bækur á safnið en þær skila sér illa til baka og því biðjum við ykkur að athuga hvernig staðan er og senda nemendur með bækurnar til baka í skólann ef þær finnast heima.

Við erum að fara í gang með ákveðið lestrarátak bæði núna í mars og einnig í apríl og eiga allir nemendur að vera með bækur í skólatöskunum. Áætlað er að vera með yndislestur í öllum árgöngum einu sinni á dag í 10-15 mínútur í mars og er því mikilvægt að bókakosturinn sé nægur á safninu. Í apríl er áætlað að vera með lestrarsprett í öllum árgöngum og hvetja nemendur til að lesa sem mest og gera afraksturinn sýnilegan. 

Við minnum einnig á að heimalesturinn skiptir miklu máli fyrir árangur nemenda, sjá góð ráð varðandi heimalestur: http://lesvefurinn.hi.is/heimalestur. Einnig viljum við benda foreldrum og nemendum á að nýta Borgarbókasöfnin t.d. í Árbæ og Mjódd en þar er enn meira úrval af bókum.

reading clipart for kids kids reading clipart clipartxtras 2 clipartpost clipart free download

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |