1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Samræmd könnunarpróf í 9. bekk 2018

Ritað .

Dagana 7., 8. og 9. mars fara fram samræmd könnunarpróf í 9. bekk. Nemendur mæta í skólann klukkan 8:30 og prófið hefst klukkan 8:45. Afar mikilvægt er að nemendur séu mættir vel tímanlega til að forðast allt óþarfa stress. 

Próftíminn er frá 8:45 – 11:15 en lengdur próftími er frá 8:45 – 11:45. 

Miðvikudagurinn 7. mars - íslenskupróf
Að loknu prófi geta þeir nemendur sem eru í mataráskrift fengið sér hádegismat og mæta síðan í valgreinar samkvæmt stundarskrá kl. 14:20. 

Fimmtudagur 8. mars - stærðfræðipróf
Að loknu prófi geta þeir nemendur sem eru í mataráskrift fengið sér hádegismat og mæta síðan í kennslu samkvæmt stundarskrá eftir hádegi, frá 13:20.

Föstudagur 9. mars - enskupróf
Nemendur mæta eins og hina dagana klukkan 8:30. Að loknu prófi geta þeir nemendur sem eru í mataráskrift fengið sér hádegismat og mega svo fara heim. Kennsla fellur niður eftir hádegi þennan dag þar sem nemendur mættu fyrr. 

Atriði sem mikilvægt er að hafa í huga:
• Að nemendur séu mættir tímanlega þessa daga til að forðast óþarfa stress.
• Að nemendur séu búnir að borða góðan morgunmat áður en þeir mæta (þeir geta fengið hafragraut í skólanum) og séu vel úthvíldir. 
• Nemendur eiga að taka með sér yndislestrarbók til að lesa ef þeir klára prófið áður en prófatíma lýkur.
• Gott er að hafa með sér vatnsbrúsa í prófið og eitthvað smávegis nesti sem auðvelt er að grípa í (EKKI nammi eða sætindi).
• Í stærðfræðiprófinu þurfa nemendur að taka með sér góðan vasareikni, símar eru ekki leyfðir sem vasareiknar.
• Nemendur þurfa að slökkva á símum áður en þeir koma inn í prófið. Þetta er mjög mikilvægt til að ekki sé of mikið álag á nettengingu skólans meðan á rafrænu prófunum stendur
• Þeir nemendur sem hafa beðið um hljóðefni og lengdan próftíma í prófunum þurfa að mæta með góð heyrnatól ef þess er kostur. 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |