1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Vegna samræmdra prófa í 9. bekk

Ritað .

Vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdra prófa kom upp við prófatöku í morgun á svipaðan hátt og síðastliðinn miðvikudag og var vandinn almennt yfir landið. Þetta lýsti sér á þann hátt að stór hluti nemenda náði ekki að tengjast prófinu og sumir náðu tengingu og duttu öðru hvoru út. Nokkrir náðu þó að klára prófið en aðrir fóru heim eftir að tilkynning barst frá Menntamálastofnun um að ákvörðun hafi verið tekin um að fresta fyrirlögn prófsins.

Við viljum koma á framfæri hrósi til nemenda í 9. bekk en þau stóðu sig frábærlega í erfiðum aðstæðum í samræmdum prófum, bæði í íslensku prófinu á miðvikudaginn og enskuprófinu í morgun. Þau sýndu mikla yfirvegun og þolinmæði þegar tæknilegir erfiðleikar komu upp en slíkar aðstæður reyna töluvert á. Einnig má nefna að nemendur virtust vera vel undirbúnir og mættu tilbúnir til leiks. 

Með góðri kveðju,
skólastjórnendur og kennarar

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |