1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

PISA könnun í 10. bekk Ingunnarskóla

Ritað .

Á morgun, þriðjudaginn 13. mars, verður PISA könnunin lögð fyrir 10. bekk í Ingunnarskóla. Nemendur mæta í skólann klukkan 8:45 og prófið hefst klukkan 9:00. Afar mikilvægt er að nemendur séu mættir vel tímanlega til að forðast allt óþarfa stress. 

PISA – tímaplan fyrir nemendur

08:45  Nemendur mæta
09:00 – 09:20 Innskráningarblöð, lykilorð og kynning á könnuninni
09:20 – 10:20 Fyrri prófhluti
10:20 – 10:25 5 mínútna hlé
10:25 – 11:30 Seinni prófhluti
11:30 – 11:45 15 mín hlé – hressing í boði
11:45 – 12:30 Spurningalistar nemenda
                                Að loknu prófi geta þeir nemendur sem eru í mataráskrift fengið sér hádegismat. 

10. ÞA fer í íþróttir eftir hádegi.

Atriði sem mikilvægt er að hafa í huga:

• Að nemendur séu mættir tímanlega til að forðast óþarfa stress.
• Að nemendur séu búnir að borða góðan morgunmat áður en þeir mæta (þeir geta fengið hafragraut í skólanum) og séu vel úthvíldir. 
• Ekki er leyfilegt að vera með mat né drykk inni í prófstofu (reglur frá PISA) en boðið verður upp á hressingu í hléunum (brauðmeti, ávexti og drykki).
• Nemendur þurfa að sitja inni í könnuninni út allan tímann eða til 12:30. Mikilvægt er að þeir séu með yndislestrarbók til að lesa ef þeir klára könnunina áður en tímanum lýkur.
• Nemendur eiga að slökkva alveg á símunum sínum meðan á könnuninni stendur. 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |