1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Árshátíð unglingadeildar

Ritað .

Fimmtudaginn 22.mars næstkomandi verður árshátíð nemenda í unglingadeild Ingunnarskóla haldin með pompi og prakt.  Húsið opnar kl. 18:30 og hefst matur kl. 19:00 en gleðin stendur svo til kl. 23:00 um kvöldið. 10.bekkur hefur séð um skipulag viðburðarins og selt miða undanfarna daga. Það kostar 3.700 krónur fyrir nemendur á árshátíðina. Grillvagninn sér um veitingarnar en í matinn verður kalkúnn og lambakjöt með frönskum, fersku grænmeti og öðru meðlæti. Í eftirrétt verður súkkulaðikaka og ís. 

Á meðal skemmtiatriða verður nemendagrín og kennaragrín, leynigestur mætir á svæðið þegar líða tekur á kvöldið og enda herlegheitin á balli þar sem Egill Spegill spilar fyrir krakkana.

people partying clipart party people clipart 6

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |