1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Árshátíð

Ritað .

Fimmtudaginn 22.mars síðastliðinn fór fram árshátíð unglingadeildar Ingunnarskóla og eiga krakkarnir hrós skilið fyrir góða hátíð þar sem allir voru ákveðnir í því að skemmta sér vel. Georgina og Arna í 10.bekk voru veislustjórar kvöldsins og höfðu skipulag hátíðarinnar á hreinu.

Sérstakur leynigestur kvöldsins var Björn Bragi úr Mið-Íslandi og fór grínið heldur betur vel í nemendahópin sem á sama tíma gæddi sér á lambakjöti og kalkún frá Grillvagninum. Nemenda- og kennaragrín var á sínum stað og lauk ballinu svo með balli þar sem Egill spegill spilaði fyrir dansi sem stóð til 23:00.

Árshátíðarnefnd sem samanstendur af krökkum í 10.bekk á heldur betur hrós skilið fyrir gott og skemmtilegt skipulag og frágang að hátíð lokinni.

Myndir úr sérstökum myndakassa eru komnar í myndasafn skólans.
i SjkjDZn X3

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |