1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Gleðivika

Ritað .

Þessi vika var gleðivika í Ingunnarskóla og hefur margt verið sér til gamans gert á öllum svæðum og nemendur skemmt sér vel í margskonar verkefnum.

Nemendur 1.-2. bekkjar eru búin að vera að fást við fjölbreytt og skemmtileg viðfangsefni. Lögð var áhersla á gleði og gaman. Meðal annars var haldin sýning á sal þar sem börnin fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína. Sóla sögukona kom í heimsókn, sagði þeim sögur og fengu krakkarnir að skoða sögubílinn Æringja.

3.-4. bekkur fór í heimsókn í Gufunesbæ og hafa verið að vinna með söguna um Ronju ræningjadóttur. Ronjuleikar voru haldnir í íþróttum og unnin voru margskonar verkefni út frá bókinni.

Nemendur 5.-6. bekkjar voru mikið að vinna með Múmínálfana og endursköpuðu m.a. heimkynni þeirra í stofunni sinni. Einnig voru þau með víkingaþema sem þau tengja við Snorra sögu sem þau eru að vinna með í þema.

Nemendur 7. bekkjar voru að vinna á allskonar stöðvum í vikunni. Þau gátu búið sér til náttúrulega maska, fóru í jóga, léku sér úti og lærðu heilmikið um Evrópu. Þau föndruðu, spiluðu og fóru í spurningakeppni og gerðu sér margt til skemmtunar. 

Nemendur 8.-10. bekkjar fengu að velja sér stöðvar sem þau flökkuðu á milli í vikunni. Þau gátu meðal annars farið í hjólaferð, prjón, origami, fimleika og skauta í Egilshöll.

Einn af hápunktum gleðivikunnar er síðan Danskeppnin, sem nemendur 6.-10. bekkjar eru þátttakendur í. Fjöldinn allur af hópum/einstaklingum tók þátt og var gaman að sjá hvað nemendur lögðu mikinn metnað í atriðin sín sem voru hvert öðru flottara.

Halli íþróttakennari hefur haft veg og vanda af skipulagningu keppninnar og hafa í síðustu vikum farið fram undankeppnir í íþróttatímum bekkjanna.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og sérstök verðlaun fyrir björtustu vonina.  Bjartasta vonin voru Iðunn í 6.b. Í 3. sæti voru Gylfonso og veganpullurnar en þann hóp skipuðu drengir úr 10. bekk og í 2. sæti var Gúrkuvinafélagið sem skipað var stúlkum úr 7. bekk. 1.sætið hlaut hópurinn Tikka Masala úr 9. bekk og áttu þau það svo sannarlega skilið.

Myndir af danskeppninni eru í myndasafni. Fleiri myndir frá gleðivikunni verða síðan settar inn í myndasafn.
IMG 0061 Large

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |