Blár dagur á morgun
Á morgun, föstudaginn 6. apríl, ætlum við að hafa bláan dag í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2. apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu. Í ár bar 2. apríl upp á annan dag páska og því ákvaðum við að mæta í bláu á morgun í staðinn.
Vonandi koma sem flestir bláklæddir í skólann á morgun.