1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Stelpur og tækni

Ritað .

Í gær, 3. maí,  fóru 9. bekkjar stelpur í Ingunnarskóla á "Stelpur og tækni daginn" haldinn Háskólanum í Reykjavík. 

Dagurinn var haldinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og Aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti.

Tilgangurinn er að kynna möguleika í tækninámi og störfum fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

Stelpurnar fengu að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum á vinnustofum í HR og heimsækja helstu tæknifyrirtæki landsins, þar sem þær tókust á við raunveruleg verkefni og hittu kvenfyrirmyndir í faginu.

Metþátttaka var í viðburðinum í ár, en alls heimsóttu 750 stúlkur HR og hin ýmsu tæknifyrirtæki um allt höfuðborgarsvæðið.

Lilja kennari tók nokkrar myndir af stelpunum í dag sem stóðu sig ljómandi vel og voru áhugasamar.

Myndirnar er að finna hér.

20180503 100624

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |