1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

LestrarPoppUppskeruhátíð

Ritað .

Í dag var haldin uppskeruhátíð popplestursins í Ingunnarskóla 

Popplesturinn hefur staðið yfir í þrjár vikur. Nemendur fengu bókamerki sem eru eins og poppkorn og skráðu tímann sem þau nýttu til lesturs á poppkornin sín sem þau skiluðu svo í lok hverrar viku. Karen bókasafnssnillingurinn okkar tók við poppkornsbókamerkjunum og límdi þau á stóran vegg við matsalinn jafnóðum og þau bárust henni. Við þennan stóra vegg var búið að koma fyrir stórum svörtum potti úr smiðju Hjalta kennara í 5.bekk en poppbókamerkin voru límd allt í kringum þennan fallega pott sem varla er hægt að koma auga á í dag…því það flæðir popp um allan vegginn.

Ákveðið var að leggja til eina poppbaun fyrir hverja lesna mínútu svo eftir þessar þrjár vikur hefur safnast heill hellingur hjá hverjum árgangi. Samtals lásum nemendur í137.731 mínútu. Við fengum stórar poppvélar í hús í morgun og farið var á milli árganga eftir samveruna og poppað, blandaður djús og haft gaman.

Við ákváðum að minnast ekki einu orði á lestrarátak við upphaf popplestursins þar sem við stefnum stöðugt að því að stunda lestur jafnt og þétt og njóta þess að lesa…gleyma okkur í skemmtilegum sögum og upplifa. Popplesturinn er fyrst og fremst hvatning og tilbreyting í skólastarfið og leið til að gera lesturinn sýnilegan á þennan hátt.

Sumir kennarar eru svakalegar keppnismanneskjur sem skilar sér til nemenda og ljóst að einhverjir ætluðu sér að vinna þó svo engin verðlaun séu í boði önnur en gleðin yfir að standa sig vel.

Fleiri myndir í myndasafni.

IMG 0005

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |