1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Ingunnarskóli grunnskólameistari Reykjavíkur í knattspyrnu

Ritað .

Í síðustu viku tóku nemendur í 7. og 10. bekk þátt í grunnskólamóti KRR í knattspyrnu.

Keppendur Ingunnarskóla stóðu sig öll með prýði en lið 7.b stúlkna var þó eina liðið sem komst í 6 liða úrslit að þessu sinni.

Þar gerðu þær sér lítið fyrir og unnu alla leikina sína og tryggðu sér því sæti í úrslitaleiknum á móti Seljaskóla. Eftir æsispennandi leik enduðu leikar þannig að hvorugt liðið náði að skora og þurfti því að fara í vítaspyrnukeppni. Þar voru stúlkurnar í Ingunnarskóla með stáltaugar og náðu að nýta allar sínar vítaspyrnur á meðan Seljaskóli skoraði aðeins úr einni. Leikurinn endaði því 3-1 Ingunnarskóla í vil og fyrsti grunnskólameistaratitill skólans í höfn.

Aldeilis glæsilegur árangur hjá stúlkunum og Matta þjálfara en gaman er að geta þess að í liðinu voru fjórar stúlkur úr 7. bekk, hinar fjórar voru úr 5. og 6. bekk þannig að framtíðin er björt.

fótbolti

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |