1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Tankadagurinn á morgun

Ritað .

Á morgun, föstudaginn 5. október, verður hinn árlegi Tankadagur haldinn hátíðlegur í skólanum. Þetta er skertur skóladagur þannig að nemendur skólans eru búnir á hádegi eftir hádegismat. Þeir nemendur sem eru að fara í Stjörnuland verða hérna í skólanum þangað til að þau verða sótt af starfsmönnum Stjörnulands.

Nemendur 1.-10. bekkjar eiga að mæta þennan dag í skólann á sitt heimasvæði kl. 8:50. ATH, þetta er breyting frá venjulegum mætingartíma 8.-10. bekkjar á föstudögum. 

Nemendum 2.-10. bekkjar er skipt niður í litahópa og flakka þeir á milli stöðva sem verða settar upp víðsvegar um skólann. Gaman væri ef nemendur gætu komið klædd skv. litahópnum sínum. 1. bekkur verður ásamt sínum umsjónarkennara í samsvarandi stöðvum á sínu svæði.

Nesti verður borðað kl. 10:10 á þeirri stöð sem nemendur eru á. Nauðsynlegt er því að koma með nestið í poka sem þau geta auðveldlega farið með á milli stöðva. Nemendur þurfa einungis að mæta með nestispoka, ekki skólatösku.

Kökukeppnin sívinsæla fyrir 6.-10. bekk verður á dagskrá og hvetjum við sem flesta til að taka þátt. Nemendur eiga að stilla þeim upp á borð sem verður sett upp í mötuneytinu. Síðan mun dómnefnd dæma og veita verðlaun fyrir 1.-3. sætið.

IMG 0025

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |