1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Tankadagurinn í dag

Ritað .

Í dag var Tankadagurinn haldinn hátíðlegur. Byrjað var á samveru kl. 9 þar sem við fengum fræðslu frá Orkuveitunni um tankana okkar í Grafarholti.

Nemendum hafði verið skipt í aldursblandaða hópa sem fóru á milli stöðva þar sem boðið var upp á alls kyns skemmtileg verkefni  eins og goggagerð, dansleikir, íþróttafjör, bingó, spurningakeppni, byggja tanka og þrautaleikir. 

Nemendur í 10. bekk aðstoðuðu á stöðvum og í hópunum mjög vel. Hápunktur dagsins var kökukeppnin sem nemendur í 6.-10. bekk gátu tekið þátt í og bárust margar flottar og girnilegar kökur og átti dómnefndin mjög erfitt með að velja þrjár bestu kökurnar. Að lokum var boðið upp á pylsur og safa og allir fóru glaðir heim eftir góðan dag. 

IMG 0155

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |