1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Ingunnarskóli keppir í Skrekk

Ritað .

Ingunnarskóli tekur þátt í Skrekk í kvöld, miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 20:00. Krakkarnir hafa æft stíft undir dyggri stjórn Ebbu og Erlu og það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur í kvöld.

Í fyrsta skipti var rafræn miðasala fyrir áhorfendur og hefur salan gengið mjög vel. Yfir 40 nemendur frá Ingunnarskóla ætla að mæta í Borgarleikhúsið í kvöld og hvetja krakkana áfram.

Rúta fyrir áhorfendur fer frá Ingunnarskóla á slaginu kl. 19:00. Það er skylda að fara með rútunni á Skrekk þar sem starfsmenn frá Skrekk mæta í rútuna áður en haldið verður inn í Borgarleikhúsið og tala við krakkana. Það er frítt í rútuna fyrir áhorfendur.

Rútan mun síðan keyra alla heim aftur í Ingunnarskóla að keppni lokinni. 

Hægt er að horfa á beina útsendingu af keppninni inn á www.ungruv.is

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |