1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Brúarsel - Kynningarfundur

Ritað .

Stjórnendur Brúarskóla verða með kynningu á starfi Brúarsels næstkomandi miðvikudag 14. nóvember klukkan 20:00 í sal skólans. Síðastliðið vor sendum við upplýsingar um að fyrirhugað væri að Brúarselið myndi færa starfsemi sína úr Seljaskóla í færanlegu kennslustofurnar norðan við aðalbyggingu Ingunnarskóla. 

Brúarsel starfar undir stjórn Brúarskóla og fer kennslan fram í færanlegu stofunum, en nemendur í selinu sækja ekki kennslustundir eða frímínútur í Ingunnarskóla en nýta sér mötuneyti skólans. Brúarselið er þessa dagana að flytja og byrja starfsemi sína í þessum stofum. 

Í Brúarseli er gert ráð fyrir nemendum á miðstigi ( 4.-7.bekkur) og allt að 4-8 nemendum í einu. Nú í upphafi eru 3 nemendur í 4.-6. bekk skráðir í selið. Nemendur frá Grafarholti, Árbæ, Ártúni, Norðlingarholti, Úlfarsárdal og Breiðholti hafa aðgang að þessu úrræði. Skólastjóri Brúarskóla mætti á fund skólaráðs síðastliðið vor og fór yfir hlutverk Brúarskóla sem er úrræði fyrir börn með geð- og hegðunarerfiðleika. Þetta er alltaf tímabundið úrræði og alltaf er stefnt að því að aðlaga nemendur aftur inn í sinn heimaskóla. 

Fjallað var um Brúarsel á sameiginlegum fundi skólaráðs og stjórnar foreldrafélags Ingunnarskóla 24. maí síðastliðinn. 

Umsögn skólaráðs.

Sjá einnig kynningarbækling.

Við hvetjum ykkur til að mæta á þennan kynningarfund til að kynna ykkur starfsemina.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |