1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Rauður dagur

Ritað .

Á morgun er rauður dagur í Ingunnarskóla. Þá ætlum við öll að mæta jólalega klædd. Gaman væri ef sem flestir myndu taka þátt í þessu með okkur.

IMG 0050 Large

Myndir af Rósaballinu

Ritað .

Snemma í október var hið árlega Rósaball haldið í Ingunnarskóla. Þá hafa 10. bekkingar heimsótt nemendur 8. bekkjar og fylgt þeim á ballið og með því boðið þau velkomin í unglingadeildina.

Ljósmyndari var á staðnum sem tók margar skemmtilega myndir af krökkunum. Þær eru að finna í myndasafni.

IMG 0059 Large 

Fréttir og myndir frá Reykjum

Ritað .

Börnin fóru þreytt í rúmið í gær eftir langan og skemmtilegan dag og voru fljót að sofna. Morguninn var kaldur og þoka lá yfir staðnum en nú er farið að birta til og dagurinn lofar góðu. Í hópnum er afmælisbarn og í morgunmatnum söng allur salurinn afmælissönginn. Með okkur á Reykjum er Salaskóli og hafa börnin verið að kynnast hvort öðru og skemmt sér saman í leik og starfi.

Kennararnir eru búin að vera dugleg að taka myndir af krökkunum í leik og starfi og þær eru að finna hér.

IMG 3568 Large

 

Fréttir frá Reykjum, 7. bekkur

Ritað .

Veðrið hefur leikið við okkur í Hrútafirðinum, sól og blíða. Af okkur er allt gott að frétta. Börnin eru mjög ánægð með matinn og sérstaklega salatbarinn. Í gær var mikil gleði í hópnum og margir ekkert spenntir að fara að sofa en flestir voru þó sofnaðir um miðnætti. Dagurinn í dag hefur gengið vel, einhverjir sakna þó mömmu og pabba smá sem er eðlilegt. 

Bestu kveðjur frá okkur á Reykjum, Guðbjörg, Hjalti og Ólöf

Doppóttur dagur á morgun

Ritað .

Á morgun, föstudaginn 9. nóvember, er doppóttur dagur hjá okkur í Ingunnarskóla. Gaman væri ef sem flestir, nemendur og starfsfólk, kæmu í doppóttum fötum á morgun.

ATgAAACz2j hHzqk7Z4Sc w2Wvf69XoJejCGFsxhpu9iMsTab7fdjJNcu9 8Lne3kmpN pOFM5tsIKHuczSK5e8kFTk6AJtU9VCWEnTqld0Xq2pBApe4N9WI5OR34g

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |