1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Rósaballið

Ritað .

Fimmtudaginn 4. október verður Rósaball 8.-10.b haldið á sal skólans. Ballið er samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Fókus og Ingunnarskóla.

Þetta ball er árviss viðburður hjá okkur í unglingastarfinu og er hugmyndin sú að eldri nemendur eru að bjóða 8. bekkinga velkomna í félagsstarf 8.-10. bekkjar. Þetta gera þeir með því að sækja þá heim að dyrum (stelpur sækja stráka og strákar sækja stelpur) og fylgja þeim á ballið. Krakkarnir fá ekki að vita fyrirfram hver sækir þau þannig að spennan er alltaf mikil í sambandi við hver mætir á dyraþrepið á Rósaballskvöldinu sjálfu.

Rósaballið er stór viðburður í unglingadeildinni og er mjög gaman að hlusta á eldri krakkana rifja upp (oft með stjörnur í augum) hver sótti þau þegar þau voru í 8. bekk og annað tengt þessum fyrsta stórviðburði í félagslífi unglinganna.

Algengt er að krakkarnir vilji undirbúa sig saman fyrir ballið, enda finnst mörgum auðveldara að bíða með félögunum heldur en að vera einn heima. Þetta er að sjálfsögðu auðsótt en við þurfum að fá að vita hvert á að sækja krakkana ef þau eru ekki heima hjá sér. Þau geta látið vita á skrifstofu skólans hvar þau verða og munum við gæta þess að þau verði sótt þangað. 

Einnig er nauðsynlegt að láta skrifstofuna vita ef einhverjir komast alls ekki á ballið af einhverjum ástæðum.

Ballið sjálft stendur frá kl. 20:00 til 23:00 og er aðgangur ókeypis. Sameiginlega gæsla Fókus og Ingunnarskóla er á ballinu. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar viljum við endilega biðja ykkur um að hafa samband við okkur með tölvupósti This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 411-7828. Á miðvikudagskvöldið er svo hægt að hafa samband við Ebbu í síma 893-8291 ef eitthvað kemur upp á eða spurningar vakna.

Red Roses PNG Clipart Picture

Spjallfundir með námsráðgjafa

Ritað .

Þá er komið að spjall og samskiptafundum foreldra og verða þeir boðaðir af námráðgjafa nú næstu tvær til þrjár vikurnar. Námsráðgjafi hittir foreldra og ræðir samskipti nemenda, samskipti heimilis og skóla og fer yfir hver ber hvaða ábyrgð. Foreldrar hafa þarna líka tækifæri til að tala saman og taka sameiginlegar ákvarðanir með vellíðan nemenda að leiðarljósi.

Afar mikilvægt er að mæta á þessa fundi og vil ég sjá að minnsta kosti annað foreldri mæta en best væri ef báðir foreldrar mættu fyrir hönd síns barns. Foreldrar í 8. bekk hafa hist og næstkomandi miðvikudag, 26. september klukkan 19:30 munu foreldrar nemenda í 9. bekk hittast.

Sjáumst í náttúrufræðistofunni hress.

Bestu kveðjur, Svandís

Myndataka í Ingunnarskóla

Ritað .

Dagana 10.-13. september verður myndataka í Ingunnarskóla þar sem teknar verða bæði einstaklings- og bekkjarmyndir.

Mánudagur 10. sept, einstaklingsmyndataka
     09:10 - 10:25 7.b
     10:25 - 11:50 6.b
     12:10 – 13:40 4.b

Þriðjudagur 11. sept, hópmyndataka
     08:40 – 08:50 1.b
     08:50 – 09:00 4.b
     09:00 – 09:10 2.b
     09:10 – 09:20 7.b
     09:20 – 09:30 3.b
     09:30 - 09:40 5.b
     09:40 - 09:50 6.b
     09:50 – 10:00 8.b
     10:00 – 10:10 9.b
     10:10 – 10:20 10.b
     10:20 – 10:30 pása

Þriðjudagur 11. sept, einstaklingsmyndataka
     10:30 - 11:25 2.b
     12:45 – 14:00 Systkinamyndataka

Miðvikudagur 12. sept, einstaklingsmyndataka
     08:30 – 09:50 5.b
     10:10 – 11:25 3.b
     11:25 – 12:45 10.b

Fimmtudagur 13. sept, einstaklingsmyndataka
     08:30 – 10:00 8.b
     10:10 – 11:25 1.b
     11:30 – 12:50 9.b

Námskynningar

Ritað .

Á næstu dögum verða námskynningar í öllum árgöngum skólans. Tímasetningar eru eins og hér segir:

Miðvikudagur 5. sept
     5.b kl. 08:30 í heimastofu

Fimmtudagur 6. sept 
     3.b kl. 08:30 í heimastofu

Mánudagur 10. sept 
     8.b kl. 08:15 í ísl.stofu
     9.b kl. 8:45 í ísl.stofu
     10.b kl. 9:00 í ísl.stofu

Þriðjudagur 11. sept
     6.b kl. 08:30 í heimastofu

Miðvikudagur 12. sept
     7.b kl. 08:30 í heimastofu

Fimmtudagur 13. sept.
     4.b kl. 8:30 í heimastofu

Föstudagur 14. sept 
     2.b kl. 08:30 í heimastofu

Upplýsingar varðandi námskynningu í 1.b verða sendar út síðar.

Með von um að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta.

school clipart books pencils

Skólasetning 2018

Ritað .

Skólasetning Ingunnarskóla verður miðvikudaginn 22. ágúst. 

     2.-5. bekkur mætir kl. 9:00

     6.-10. bekkur mætir kl. 9:30 

Eftir skólasetningu fara nemendur inn á svæðin, hitta sína umsjónarkennara og fá stundatöflur afhentar.

Nemendur sem eru að byrja í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum til umsjónarkennara 21.-22. ágúst. Þeir foreldrar annarra nemenda sem hug hafa á að hitta umsjónarkennara sérstaklega er bent á að hafa samband við skólann og fá tíma.

Eins og kom fram á skólaslitum í vor þá verða öll ritföng gjaldfrjáls í grunnskólum borgarinnar og því eru engir innkaupalistar á heimasíðu skólans.

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.

school stuff apple books

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |