1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Skákmeistarar 2.-3. bekkjar

Ritað .

Skákmót Ingunnarskóla í 2. og 3. bekk 2018 fór fram í vikunni. 

Í 3. bekk voru 16 keppendur og var keppt í tveimur riðlum. Í A-riðli hlaut Hersir Jón 7 vinninga í fyrsta sæti, vann alla andstæðinga sína. Annar varð Jón Sigurður með 6 vinninga og þriðji Óliver Arnar með 5 vinninga. Í B-riðli urðu Óskar Jökull, Bjarni Þór J. og Breki Rafn efstir og jafnir með 6 vinninga. 

Þessir 6  tefldu því til úrslita um skólameistaratitilinn í 3. bekk.  Hersir Jón vann öruggan sigur og lagði alla andstæðinga sína fimm.  Óskar Jökull lenti í öðru sæti með 4 vinninga og Jón Sigurður varð þriðji með 2 vinninga.

Í 2. bekk voru keppendur 28 og tefldu 5 umferðir. Keppni var æsispennandi og réðust ekki úrslit fyrr en í síðustu umferð. 

Helgi Dagur bar sigur úr býtum, hlaut 4 ½ vinning.  Í 2.-5. sæti voru Brynja Sif, Baldur Kár, Bergur og Bjartey Hanna, öll með 4 vinninga. 

Brynja Sif hreppti annað sætið og Baldur Kár það þriðja þar sem þau voru stigahærri en Bergur og Bjartey Hanna.

Mótin fór afar vel fram og var öllum þátttakendum til sóma.

Skákstjórar voru Gunnar Finnson skákkennari og Einar Ólafsson sem kennir skák í Vatnsendaskóla.

chess 145184 960 720

Bókagjöf

Ritað .

Í morgun barst skólasafninu vegleg bókagjöf frá nemanda skólans sem mun nýtast vel á komandi skólaári.

Við þökkum kærlega fyrir.

bækur

Sumarið er tíminn

Ritað .

9. maí nk. verður hið árlega samtalskvöld um forvarnir haldið á vegum Litla forvarnarteymisins í samstarfi við hverfisráð Árbæjar, Grafarholts og Úlfarsárdals. Að þessu sinni verður boðið til samtals í Ingunnarskóla. Opnað verður kl. 19:30 og lok kvöldsins verður 21:00. 

Í ár eru fimm ár liðin frá því að við hófum þessi fræðslu/samtals kvöld og í ár, sem endranær er dagskráin sniðin út frá þeim málefnum sem þykja brenna hvað mest á börnum og unglingum.
sumarid

LestrarPoppUppskeruhátíð

Ritað .

Í dag var haldin uppskeruhátíð popplestursins í Ingunnarskóla 

Popplesturinn hefur staðið yfir í þrjár vikur. Nemendur fengu bókamerki sem eru eins og poppkorn og skráðu tímann sem þau nýttu til lesturs á poppkornin sín sem þau skiluðu svo í lok hverrar viku. Karen bókasafnssnillingurinn okkar tók við poppkornsbókamerkjunum og límdi þau á stóran vegg við matsalinn jafnóðum og þau bárust henni. Við þennan stóra vegg var búið að koma fyrir stórum svörtum potti úr smiðju Hjalta kennara í 5.bekk en poppbókamerkin voru límd allt í kringum þennan fallega pott sem varla er hægt að koma auga á í dag…því það flæðir popp um allan vegginn.

Ákveðið var að leggja til eina poppbaun fyrir hverja lesna mínútu svo eftir þessar þrjár vikur hefur safnast heill hellingur hjá hverjum árgangi. Samtals lásum nemendur í137.731 mínútu. Við fengum stórar poppvélar í hús í morgun og farið var á milli árganga eftir samveruna og poppað, blandaður djús og haft gaman.

Við ákváðum að minnast ekki einu orði á lestrarátak við upphaf popplestursins þar sem við stefnum stöðugt að því að stunda lestur jafnt og þétt og njóta þess að lesa…gleyma okkur í skemmtilegum sögum og upplifa. Popplesturinn er fyrst og fremst hvatning og tilbreyting í skólastarfið og leið til að gera lesturinn sýnilegan á þennan hátt.

Sumir kennarar eru svakalegar keppnismanneskjur sem skilar sér til nemenda og ljóst að einhverjir ætluðu sér að vinna þó svo engin verðlaun séu í boði önnur en gleðin yfir að standa sig vel.

Fleiri myndir í myndasafni.

IMG 0005

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |