1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Tankadagurinn í dag

Ritað .

Í dag var Tankadagurinn haldinn hátíðlegur. Byrjað var á samveru kl. 9 þar sem við fengum fræðslu frá Orkuveitunni um tankana okkar í Grafarholti.

Nemendum hafði verið skipt í aldursblandaða hópa sem fóru á milli stöðva þar sem boðið var upp á alls kyns skemmtileg verkefni  eins og goggagerð, dansleikir, íþróttafjör, bingó, spurningakeppni, byggja tanka og þrautaleikir. 

Nemendur í 10. bekk aðstoðuðu á stöðvum og í hópunum mjög vel. Hápunktur dagsins var kökukeppnin sem nemendur í 6.-10. bekk gátu tekið þátt í og bárust margar flottar og girnilegar kökur og átti dómnefndin mjög erfitt með að velja þrjár bestu kökurnar. Að lokum var boðið upp á pylsur og safa og allir fóru glaðir heim eftir góðan dag. 

IMG 0155

Tankadagurinn á morgun

Ritað .

Á morgun, föstudaginn 5. október, verður hinn árlegi Tankadagur haldinn hátíðlegur í skólanum. Þetta er skertur skóladagur þannig að nemendur skólans eru búnir á hádegi eftir hádegismat. Þeir nemendur sem eru að fara í Stjörnuland verða hérna í skólanum þangað til að þau verða sótt af starfsmönnum Stjörnulands.

Nemendur 1.-10. bekkjar eiga að mæta þennan dag í skólann á sitt heimasvæði kl. 8:50. ATH, þetta er breyting frá venjulegum mætingartíma 8.-10. bekkjar á föstudögum. 

Nemendum 2.-10. bekkjar er skipt niður í litahópa og flakka þeir á milli stöðva sem verða settar upp víðsvegar um skólann. Gaman væri ef nemendur gætu komið klædd skv. litahópnum sínum. 1. bekkur verður ásamt sínum umsjónarkennara í samsvarandi stöðvum á sínu svæði.

Nesti verður borðað kl. 10:10 á þeirri stöð sem nemendur eru á. Nauðsynlegt er því að koma með nestið í poka sem þau geta auðveldlega farið með á milli stöðva. Nemendur þurfa einungis að mæta með nestispoka, ekki skólatösku.

Kökukeppnin sívinsæla fyrir 6.-10. bekk verður á dagskrá og hvetjum við sem flesta til að taka þátt. Nemendur eiga að stilla þeim upp á borð sem verður sett upp í mötuneytinu. Síðan mun dómnefnd dæma og veita verðlaun fyrir 1.-3. sætið.

IMG 0025

Ingunnarskóli grunnskólameistari Reykjavíkur í knattspyrnu

Ritað .

Í síðustu viku tóku nemendur í 7. og 10. bekk þátt í grunnskólamóti KRR í knattspyrnu.

Keppendur Ingunnarskóla stóðu sig öll með prýði en lið 7.b stúlkna var þó eina liðið sem komst í 6 liða úrslit að þessu sinni.

Þar gerðu þær sér lítið fyrir og unnu alla leikina sína og tryggðu sér því sæti í úrslitaleiknum á móti Seljaskóla. Eftir æsispennandi leik enduðu leikar þannig að hvorugt liðið náði að skora og þurfti því að fara í vítaspyrnukeppni. Þar voru stúlkurnar í Ingunnarskóla með stáltaugar og náðu að nýta allar sínar vítaspyrnur á meðan Seljaskóli skoraði aðeins úr einni. Leikurinn endaði því 3-1 Ingunnarskóla í vil og fyrsti grunnskólameistaratitill skólans í höfn.

Aldeilis glæsilegur árangur hjá stúlkunum og Matta þjálfara en gaman er að geta þess að í liðinu voru fjórar stúlkur úr 7. bekk, hinar fjórar voru úr 5. og 6. bekk þannig að framtíðin er björt.

fótbolti

Rósaballið

Ritað .

Fimmtudaginn 4. október verður Rósaball 8.-10.b haldið á sal skólans. Ballið er samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Fókus og Ingunnarskóla.

Þetta ball er árviss viðburður hjá okkur í unglingastarfinu og er hugmyndin sú að eldri nemendur eru að bjóða 8. bekkinga velkomna í félagsstarf 8.-10. bekkjar. Þetta gera þeir með því að sækja þá heim að dyrum (stelpur sækja stráka og strákar sækja stelpur) og fylgja þeim á ballið. Krakkarnir fá ekki að vita fyrirfram hver sækir þau þannig að spennan er alltaf mikil í sambandi við hver mætir á dyraþrepið á Rósaballskvöldinu sjálfu.

Rósaballið er stór viðburður í unglingadeildinni og er mjög gaman að hlusta á eldri krakkana rifja upp (oft með stjörnur í augum) hver sótti þau þegar þau voru í 8. bekk og annað tengt þessum fyrsta stórviðburði í félagslífi unglinganna.

Algengt er að krakkarnir vilji undirbúa sig saman fyrir ballið, enda finnst mörgum auðveldara að bíða með félögunum heldur en að vera einn heima. Þetta er að sjálfsögðu auðsótt en við þurfum að fá að vita hvert á að sækja krakkana ef þau eru ekki heima hjá sér. Þau geta látið vita á skrifstofu skólans hvar þau verða og munum við gæta þess að þau verði sótt þangað. 

Einnig er nauðsynlegt að láta skrifstofuna vita ef einhverjir komast alls ekki á ballið af einhverjum ástæðum.

Ballið sjálft stendur frá kl. 20:00 til 23:00 og er aðgangur ókeypis. Sameiginlega gæsla Fókus og Ingunnarskóla er á ballinu. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar viljum við endilega biðja ykkur um að hafa samband við okkur með tölvupósti This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 411-7828. Á miðvikudagskvöldið er svo hægt að hafa samband við Ebbu í síma 893-8291 ef eitthvað kemur upp á eða spurningar vakna.

Red Roses PNG Clipart Picture

Spjallfundir með námsráðgjafa

Ritað .

Þá er komið að spjall og samskiptafundum foreldra og verða þeir boðaðir af námráðgjafa nú næstu tvær til þrjár vikurnar. Námsráðgjafi hittir foreldra og ræðir samskipti nemenda, samskipti heimilis og skóla og fer yfir hver ber hvaða ábyrgð. Foreldrar hafa þarna líka tækifæri til að tala saman og taka sameiginlegar ákvarðanir með vellíðan nemenda að leiðarljósi.

Afar mikilvægt er að mæta á þessa fundi og vil ég sjá að minnsta kosti annað foreldri mæta en best væri ef báðir foreldrar mættu fyrir hönd síns barns. Foreldrar í 8. bekk hafa hist og næstkomandi miðvikudag, 26. september klukkan 19:30 munu foreldrar nemenda í 9. bekk hittast.

Sjáumst í náttúrufræðistofunni hress.

Bestu kveðjur, Svandís

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |