1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Stelpur og tækni

Ritað .

Í gær, 3. maí,  fóru 9. bekkjar stelpur í Ingunnarskóla á "Stelpur og tækni daginn" haldinn Háskólanum í Reykjavík. 

Dagurinn var haldinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og Aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti.

Tilgangurinn er að kynna möguleika í tækninámi og störfum fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

Stelpurnar fengu að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum á vinnustofum í HR og heimsækja helstu tæknifyrirtæki landsins, þar sem þær tókust á við raunveruleg verkefni og hittu kvenfyrirmyndir í faginu.

Metþátttaka var í viðburðinum í ár, en alls heimsóttu 750 stúlkur HR og hin ýmsu tæknifyrirtæki um allt höfuðborgarsvæðið.

Lilja kennari tók nokkrar myndir af stelpunum í dag sem stóðu sig ljómandi vel og voru áhugasamar.

Myndirnar er að finna hér.

20180503 100624

Heimsókn í íslenska erfðagreiningu

Ritað .

10.bekkur fór í heimsókn í Íslenska erfðagreiningu síðasta mánudag til að kynnast starfsemi þess og fræðast nánar um erfðir og erfðafræði.

Nemendurnir  hafa undanfarnar vikur verið að læra um erfðir og litninga í náttúrufræði og ákveðið var að fara í heimsókn í Íslenska erfðagreiningu til að kynnast frekar hvaða hagnýtu not væru af því að læra um og þekkja erfðafræði.

Krakkarnir voru skólanum til prýði í ferðinni og virk í að spyrja málefnalegra spurninga.

20180423 095554

Barnamenningarhátíð

Ritað .

Mikið var um dýrðir þegar Barnamenningarhátíð var sett í Hörpu í morgun. Fjórðu bekkingar í Ingunnarskóla mættu þangað ásamt öðrum 4. bekkingum og fylgdust með glæsilegri setningarhátíð.

Klukka eitt var síðan opnuð sýning í Þjóðminjasafninu á verkum nemenda í 6. bekk sem þeir unnu með Ásdísi Kalman myndlistakennara. Krakkarnir unnu með Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna og gerðu styttur sem túlka ákveðnar greinar Barnasáttmálans. Einnig fluttu þau frumsamið verk sem þau sömdu með Jóhönnu Halldórsdóttur kórstjóra og er um innihald Barnasáttmálans. Fleiri myndir í myndasafni.

Barnamenningarhátíð 2018 2

Poppum upp lesturinn

Ritað .

Næstu þrjár vikur, frá og með mánudeginum 9. apríl, ætlum við í Ingunnarskóla að halda áfram að sinna heimalestrinum vel með dyggri aðstoð og hvatningu foreldra. Nemendur skrá mínúturnar sem þeir lesa heima á hverjum degi á popp sem þeir geyma í lestrarbókinni sinni og afhenda það næstu mánudaga. Fyrstu skil eru mánudaginn 16.apríl og fá nemendur afhent nýtt popp í hverri viku fyrir sig til að skrá mínúturnar. Hjalti, kennari í 5.bekk, er búinn að útbúa stóran pott sem verður settur á vegginn í matsalnum og poppbókamerkin verða sett á vegginn fyrir ofan pottinn.

Árgangarnir ætla að safna poppmaís í krukkur í staðinn fyrir þær mínútur sem eru lesnar, bæði heima og í skólanum, sem við endum svo með á að poppa og borða.

Við biðjum foreldra yngstu barnanna að aðstoða þau við útreikning á samanlögðum mínútum sem þau hafa lesið í vikunni og skrá á poppið.

popp

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |