1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Sumarið er tíminn

Ritað .

9. maí nk. verður hið árlega samtalskvöld um forvarnir haldið á vegum Litla forvarnarteymisins í samstarfi við hverfisráð Árbæjar, Grafarholts og Úlfarsárdals. Að þessu sinni verður boðið til samtals í Ingunnarskóla. Opnað verður kl. 19:30 og lok kvöldsins verður 21:00. 

Í ár eru fimm ár liðin frá því að við hófum þessi fræðslu/samtals kvöld og í ár, sem endranær er dagskráin sniðin út frá þeim málefnum sem þykja brenna hvað mest á börnum og unglingum.
sumarid

LestrarPoppUppskeruhátíð

Ritað .

Í dag var haldin uppskeruhátíð popplestursins í Ingunnarskóla 

Popplesturinn hefur staðið yfir í þrjár vikur. Nemendur fengu bókamerki sem eru eins og poppkorn og skráðu tímann sem þau nýttu til lesturs á poppkornin sín sem þau skiluðu svo í lok hverrar viku. Karen bókasafnssnillingurinn okkar tók við poppkornsbókamerkjunum og límdi þau á stóran vegg við matsalinn jafnóðum og þau bárust henni. Við þennan stóra vegg var búið að koma fyrir stórum svörtum potti úr smiðju Hjalta kennara í 5.bekk en poppbókamerkin voru límd allt í kringum þennan fallega pott sem varla er hægt að koma auga á í dag…því það flæðir popp um allan vegginn.

Ákveðið var að leggja til eina poppbaun fyrir hverja lesna mínútu svo eftir þessar þrjár vikur hefur safnast heill hellingur hjá hverjum árgangi. Samtals lásum nemendur í137.731 mínútu. Við fengum stórar poppvélar í hús í morgun og farið var á milli árganga eftir samveruna og poppað, blandaður djús og haft gaman.

Við ákváðum að minnast ekki einu orði á lestrarátak við upphaf popplestursins þar sem við stefnum stöðugt að því að stunda lestur jafnt og þétt og njóta þess að lesa…gleyma okkur í skemmtilegum sögum og upplifa. Popplesturinn er fyrst og fremst hvatning og tilbreyting í skólastarfið og leið til að gera lesturinn sýnilegan á þennan hátt.

Sumir kennarar eru svakalegar keppnismanneskjur sem skilar sér til nemenda og ljóst að einhverjir ætluðu sér að vinna þó svo engin verðlaun séu í boði önnur en gleðin yfir að standa sig vel.

Fleiri myndir í myndasafni.

IMG 0005

Stelpur og tækni

Ritað .

Í gær, 3. maí,  fóru 9. bekkjar stelpur í Ingunnarskóla á "Stelpur og tækni daginn" haldinn Háskólanum í Reykjavík. 

Dagurinn var haldinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og Aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti.

Tilgangurinn er að kynna möguleika í tækninámi og störfum fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

Stelpurnar fengu að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum á vinnustofum í HR og heimsækja helstu tæknifyrirtæki landsins, þar sem þær tókust á við raunveruleg verkefni og hittu kvenfyrirmyndir í faginu.

Metþátttaka var í viðburðinum í ár, en alls heimsóttu 750 stúlkur HR og hin ýmsu tæknifyrirtæki um allt höfuðborgarsvæðið.

Lilja kennari tók nokkrar myndir af stelpunum í dag sem stóðu sig ljómandi vel og voru áhugasamar.

Myndirnar er að finna hér.

20180503 100624

Heimsókn í íslenska erfðagreiningu

Ritað .

10.bekkur fór í heimsókn í Íslenska erfðagreiningu síðasta mánudag til að kynnast starfsemi þess og fræðast nánar um erfðir og erfðafræði.

Nemendurnir  hafa undanfarnar vikur verið að læra um erfðir og litninga í náttúrufræði og ákveðið var að fara í heimsókn í Íslenska erfðagreiningu til að kynnast frekar hvaða hagnýtu not væru af því að læra um og þekkja erfðafræði.

Krakkarnir voru skólanum til prýði í ferðinni og virk í að spyrja málefnalegra spurninga.

20180423 095554

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |