1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Starfsdagur

Ritað .

Við minnum á að á morgun, fimmtudaginn 18. janúar, er starfsdagur kennara og því engin kennsla þann dag.

Greiða fyrir Ingunnarskólapeysur

Ritað .

Á fimmtudag verða Ingunnarskólapeysurnar okkar pantaðar. Krakkarnir eru búin að vera dugleg að koma til okkar og máta peysur og margir hverjir búnir að greiða fyrir þær.

Það verður að vera búið að greiða fyrir peysurnar áður en þær verða pantaðar en síðasti séns til að greiða fyrir þær er á morgun, miðvikudaginn 17. janúar, en pöntun verður send inn á fimmtudag. Ef einhver á eftir að panta peysu þá endilega komið við á skrifstofunni fyrir þann tíma.

Þeir sem vilja fá peysur verða að koma með pening, 3.500 kr., með sér á morgun og koma með til okkar á skrifstofuna. ATH nauðsynlegt er að koma með pening, ekki hægt að greiða fyrir með korti.

Ef einhver hefur hætt við kaup þá er það líka í fínu lagi, við sendum bara pöntun út fyrir greiddar peysur.

Gildan hettupeysa

Slæmt veður síðdegis

Ritað .

Skv. veðurspá mun veður versna á höfuðborgarsvæðinu síðdegis og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í frístundastarfs en allir nemendur verða farnir í frístundastarf eða heim á þessum tíma. Nemendur í 8.-10. bekk verða send heim kl. 15:00 í dag og ættu því að geta gengið sjálf heim. 

Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

Lestrarátak Ævars vísindamanns

Ritað .

Nú er lestrarátak Ævars vísindamanns hafið en það hófst 1. janúar og stendur til 1. mars næstkomandi. Þeir sem vilja taka þátt fylla út lestrarmiða fyrir hverjar þrjár bækur sem þeir lesa og setja í skilakassa á skólasafninu. Í byrjun mars dregur Ævar úr öllum innsendum miðum, en fimm heppnir nemendur af öllu landinu fá í verðlaun að vera persónur í æsispennandi ofurhetjubók eftir Ævar sem kemur út í maí 2018.

Reglurnar eru þessar:

1. Það má lesa hvaða bók sem er.

2. Á hvaða tungumáli sem er.

3. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir þig telst með.

4. Allir krakkar í 1. - 10. bekk mega taka þátt.

Hægt er að nálgast þátttökumiða á skólasafninu en einnig geta foreldrar prentað út miða til að nýta heima við: https://docs.wixstatic.com/ugd/6a5733_5d773d020f2e49a9b94eb03f1a33e8cf.pdf

Heimasíða Ævars: https://www.visindamadur.com 

  lestraratak

Slæmt veður

Ritað .

Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.

Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.

Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Slökkviliðs og lögreglu höfuðborgarsvæðisins bs.“

Announcement 2. In the morning because of bad weather.

Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |