1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Skilaboð frá bókasafni

Ritað .

Við viljum hvetja foreldra til að kanna hvort að það leynast bækur frá skólabókasafninu heima. Við höfum verið að kaupa nýjar bækur á safnið en þær skila sér illa til baka og því biðjum við ykkur að athuga hvernig staðan er og senda nemendur með bækurnar til baka í skólann ef þær finnast heima.

Við erum að fara í gang með ákveðið lestrarátak bæði núna í mars og einnig í apríl og eiga allir nemendur að vera með bækur í skólatöskunum. Áætlað er að vera með yndislestur í öllum árgöngum einu sinni á dag í 10-15 mínútur í mars og er því mikilvægt að bókakosturinn sé nægur á safninu. Í apríl er áætlað að vera með lestrarsprett í öllum árgöngum og hvetja nemendur til að lesa sem mest og gera afraksturinn sýnilegan. 

Við minnum einnig á að heimalesturinn skiptir miklu máli fyrir árangur nemenda, sjá góð ráð varðandi heimalestur: http://lesvefurinn.hi.is/heimalestur. Einnig viljum við benda foreldrum og nemendum á að nýta Borgarbókasöfnin t.d. í Árbæ og Mjódd en þar er enn meira úrval af bókum.

reading clipart for kids kids reading clipart clipartxtras 2 clipartpost clipart free download

Heimsókn í Hafnarhúsið

Ritað .

Nemendur í 8.b í Myndlistarvali fóru að skoða Erró sýninguna í Hafnarhúsinu. Sýningin var með klippimyndir og kvikmyndir sem sýna hvernig Erró, Guðmundur Guðmundsson, skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu.

Þar að auki skoðuðu krakkarnir listasýning af íslenskri samtímalistasögu.

Myndir frá heimsókninni er að finna hér.

IMG 6641 Large

Vetrarfrí

Ritað .

Dagana 15. og 16. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Fjölmargt verður í boði fyrir alla fjölskylduna um alla borg í vetrarfríinu; smiðjur, leikir og spil í frístundamiðstöðvum, alls slags þrautir að leysa saman hjá söfnunum, opin íþróttahús, ratleikir, frítt í sund og margt, margt fleira.

Mælum með að sem flestir kynni sér dagskrá sem verður í boði í frístundamiðstöðum, bókasafna og menningarstofnana og hafi það sem allra best í vetrarfríinu.

snowman clipart preschool 1

Öskudagur í Ingunnarskóla

Ritað .

Í dag var haldið upp á öskudaginn í Ingunnarskóla.  Þetta var skertur dagur en það þýðir að nemendur voru í skólanum til hádegis.  

Boðið upp á ýmislegt til skemmtunar. Nemendum var skipt í fjóra hópa og var hver hópur í 30 mínútur á ákveðinni stöð. Á einni stöðinni var boðið upp á danskennslu, á annarri bingó, á þeirri þriðju var skrímslastöð og að lokum var kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttasalnum.  Að þeim loknum gæddu nemendur sér á pylsum í mötuneytinu.

Nemendur mættu í allskonar múnderingum og gaman að sjá hversu hugmyndaríkir nemendur voru með búningana sína

Fleiri myndir frá öskudeginum er að finna í myndasafni skólans.

IMG 0026

Öskudagsball fyrir 1.-4. bekk

Ritað .

Útskriftarnefnd 10. bekkjar mun halda Öskudagsball fyrir 1.-4. bekk á miðvikudaginn 14. febrúar kl. 17:00-18:30 í Ingunnarskóla.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er andlitsmálning, gos og nammipoki.

Allur ágóði rennur í útskriftarsjóð 10. bekkjar.

oskudagur

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |