1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Menntabúðir í 6. bekk

Ritað .

Í gær voru haldnar menntabúðir um tölvumál fyrir foleldra nemenda í 6. bekk. Settar voru upp stöðvar með ýmsum verkefnum og verkfærum sem foreldrarnir fór á milli og nemendur fræddu þá um hvað þau hafa verið að læra og vinna með í tölvum í vetur. Það var gaman að sjá hvað nemendur voru áhugasamir og duglegir að kenna foreldrunum og leiðbeina þeim. Fleiri myndir í myndasafni 6. bekkjar. 6 b 17 12 07

Jólin nálgast

Ritað .

Ingunnarskóli er að komast í jólabúnig og byrjað er að skreyta og undirbúa litlu jólin. Á föstudaginn voru unglingarnir að föndra og skreyta hjá sér og má sjá nokkrar myndir frá því í myndasafni.

jolafondur2017

Jólaskákmót TR í 1.-3. bekk

Ritað .

Jólaskákmót TR fór fram um síðustu helgi, sunnudaginn 3. desember. Ingunnarskóli sendi til leiks tvær sveitir í flokki 1.-3. bekk. Ekki náðist að manna sveit í 4.-7. bekk að þessu sinni.

A-sveit Háteigsskóla sigraði, A-sveit Langholtsskóla varð í öðru sæti og A-sveit Rimaskóla varð í þriðja sæti með 13,5 vinninga. Stúlknasveit Rimaskóla og A-sveit Ingunnarskóla voru einnig með 13,5 vinninga en urðu lægri á stigum og hrepptu því 4.-5. sæti. A- sveit Ingunnarskóla varð því hársbreidd frá bronzverðlaunum á þessu móti.

A-sveit Ingunnarskóla var þannig skipuð:  Bjarni Þór J, Hersir Jón, Óliver og Breki Rafn – allir í 3. bekk.

B-sveitin hlaut 10,5 vinninga í 8. sæti.  Hana skipuðu Óskar Jökull, Stefán, Einar Orri, Baldur Örn og tvíburasysturnar Guðrún og Anna og eru þau sömuleiðis öll i 3. bekk. 

Flottur árangur hjá þessum efnilegu skákmönnum í Ingunnarskóla.

chess

Starfsdagur framundan

Ritað .

Minnum á að mánudagurinn 27. nóvember er starfsdagur í Ingunnarskóla og því engin kennsla þann dag.

Sjáumst hress og kát þriðjudaginn 28. nóvember.

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Ritað .

Á Degi íslenskrar tungu voru veitt Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. Veðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu á töluðu og rituðu máli. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er verndari verðlaunanna og afhenti hún þau við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Daníel Sigþór Arnarson nemandi í 6. bekk Ingunnarskóla hlaut að þessu sinni verðlaun og óskum við honum innilega til hamingju.

Daníel

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |