1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Vetrarfrí

Ritað .

Dagana 19., 20. og 23. október er vetrarfrí í skólanum. Þessa daga er engin kennsla í Ingunnarskóla. Kennsla hefst síðan aftur skv. stundatöflu þriðjudaginn 24. október.

Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu, nánari upplýsingar er að finna hér.

Við óskum nemendum og starfsfólki skólans ánægjulegra vetrarfrísdaga. Við vonumst til að nemendur njóti leyfisins sem allra best og komi hressir og kátir í skólann að því loknu.

Clipart Family 30

Nýir skápar

Ritað .

Nú í vetrarfríinu verða nýju skáparnir loksins settir upp. Þegar nemendur mæta aftur til skóla þriðjudaginn 24. október verður búið að raða þeim niður á nýju skápana. Hengdir verða upp nýjir skápalistar þar sem allir geta séð hvaða skáp þeir fengu úthlutað.

Við fáum 360 skápa sem þýðir að allir nemendur í 3.-10. bekk fá skápa. Því miður verður ekki hægt að láta alla nemendur í 2. bekk fá skáp og verða þeir sem fá ekki skáp með hólf inní fatahengi með 1. bekk. Til að gæta sanngirni verður dregið út hvaða nemendur í 2. bekk fá skáp.

Það er mjög mikilvægt að allir nemendur tæmi skápinn sinn í lok skóladags á morgun þar sem gömlu skáparnir verða teknir burt. Við höfum ekki tök á að merkja sérstaklega það sem eftir verður í skápunum. Ef eitthvað verður eftir þá verður hægt að nálgast það í óskilamunum.

locker clipart 3

Bleiki dagurinn 2017

Ritað .

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október 2017 og hvetjum við því alla nemendur og starfsfólk skólans að mæta í bleikum fötum þann dag.

Bleika slaufan ein copy

7. bekkur á Reykjum

Ritað .

Þessa vikuna eru nemendur 7. bekkjar staddir í Skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Þetta er mikið ævintýri fyrir krakkana en þau eiga eftir skemmta sér vel og upplifa margt í leik og starfi.

Silla og Hjalti kennarar eru með krökkunum á Reykjum og ætla þau að setja inn fréttir og myndir af krökkunum inn á Facebook síðu 7. bekkjar. Þeir foreldrar sem eiga eftir að bæta sér inn á þá síðu mega endilega gera það.

Heimför er á hádegi föstudaginn 13. október. Við áætlum að þau séu að renna í hlað um tvöleytið. Við setjum nánari upplýsing um það hvenær þau koma eftir hádegi á föstudag.

reykir

Aðalfundur Foreldrafélags Ingunnarskóla

Ritað .

Stjórn Foreldrafélags Ingunnarskóla boðar hér með til aðalfundar félagsins sem haldinn verður þann 10. október nk. klukkan 20:00 í Ingunnarskóla. Gengið inn í gegnum íþróttahúsið.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

     1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins skólaárið 2016-2017 skoðuð

     2. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar

     3. Kosning aðal- og varamann í stjórn foreldrafélagsins

     4. Kosning skoðunarmanns reikninga 

     5. Umræður foreldra um símanotkun barna í skólanum

     6. Umræður foreldra um skemmdarverk sem eiga sér stað í hverfinu, á skólalóðinni og á skólanum sjálfum 

     7. Önnur mál

Stjórn félagsins hvetur alla foreldra og forráðamenn barna í Ingunnarskóla til að mæta á aðalfundinn.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |