1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Menningarmót í 5. og 9. bekk

Ritað .

Í dag var haldið menningarmót í 5. og 9. bekk þar sem nemendur kynntu áhugamál sín og tómstundir. Það var gaman að sjá fjölbreytnina í kyningunum og fá innsýn í líf nemenda utan skólans. Hægt er að skoða myndir á myndasíðum bekkjanna.

menningarmot18

 

Framhaldsskólakynning 1. febrúar

Ritað .

Fimmtudaginn 1. febrúar kl: 17-18:30 verður haldin  kynning á öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Kynningin fer fram á miðrými og hátíðarsal  Árbæjarskóla. Alls mæta 12 skólar.

Hvet alla 10. bekkinga til að nýta þetta einstaka tækifæri til að kynna ykkur á sama stað námsframboð í öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Bestu kveðjur, Svandís náms- og starfsráðgjafi Ingunnarskóla

Foreldraviðtöl og kökusala 10. bekkinga

Ritað .

Á morgun, þriðjudaginn 23. janúar, verða foreldraviðtöl í skólanum. Foreldrar eiga að skrá sig á viðtalstíma sjálfir en það er gert í gegnum Mentor. Einnig þurfa foreldrar nemenda í 2.-10. bekk að aðstoða börn sín við að fylla út Frammistöðumat.

Nemendur eiga að koma með foreldrum sínum í viðtölin en þennan dag er engin kennsla í Ingunnarskóla.  

Viljum vekja athygli ykkar á því að nemendur 10. bekkjar ætla að vera með kaffi og kökusölu á morgun í skólanum en þau eru að safna pening fyrir útskriftarferð næsta vor.

download

Starfsdagur

Ritað .

Við minnum á að á morgun, fimmtudaginn 18. janúar, er starfsdagur kennara og því engin kennsla þann dag.

Greiða fyrir Ingunnarskólapeysur

Ritað .

Á fimmtudag verða Ingunnarskólapeysurnar okkar pantaðar. Krakkarnir eru búin að vera dugleg að koma til okkar og máta peysur og margir hverjir búnir að greiða fyrir þær.

Það verður að vera búið að greiða fyrir peysurnar áður en þær verða pantaðar en síðasti séns til að greiða fyrir þær er á morgun, miðvikudaginn 17. janúar, en pöntun verður send inn á fimmtudag. Ef einhver á eftir að panta peysu þá endilega komið við á skrifstofunni fyrir þann tíma.

Þeir sem vilja fá peysur verða að koma með pening, 3.500 kr., með sér á morgun og koma með til okkar á skrifstofuna. ATH nauðsynlegt er að koma með pening, ekki hægt að greiða fyrir með korti.

Ef einhver hefur hætt við kaup þá er það líka í fínu lagi, við sendum bara pöntun út fyrir greiddar peysur.

Gildan hettupeysa

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |