1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Upplestrarkeppni

Ritað .

Í dag á sal skólans var haldin Upplestrarkeppni Ingunnarskóla.  Í henni keppa nemendur 7. bekkjar um að vera valin áfram sem fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppnina.  Nemendur skólans stóðu sig öll mjög vel og var mjög erfitt fyrir dómnefnd að velja áfram fulltrúa.

Þær sem komust áfram voru Eygló Sóley Hróðmarsdóttir og Katrín Sól Gunnarsdóttir.  Hlín Björnsdóttir var valin sem varamaður.  Allar stúlkurnar koma úr 7. GÓ.

017 Large - Afrit

Skólahald og færð

Ritað .

Flestar stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu eru nú færar umferð. Korpuvegur er þó ófær og er umferð til og frá Grafarvogi beint um Gullinbrú og Víkurveg.  Ártúnsbrekka er þungfær, sem og aðreinar upp á Höfðabakkabrú.  Reykjanesbraut er lokuð til suðurs við Garðabæ vegna umferðaróhapps. Lögregla og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu leggja áherslu á að fólk fari varlega og sé vakandi yfir færðinni þar sem mjög þungfært er í íbúahverfum og færð ótrygg.
 
Foreldrum er nú óhætt að sækja börn sín í skólana ef þeir hafa tök á því. Minnt er á að börnin eru örugg og í góðri umsjá í skólunum þar til þau verða sótt eða þau aðstoðuð heim. Fólk er beðið um að taka enga óþarfa áhættu við að sækja börnin, ekki væsir um þau í skólunum. Foreldrum er jafnframt bent á að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu og almannavörnum í kvöldfréttum varðandi morgundaginn.

Skólahald á morgun, fimmtudag

Ritað .

Það er reiknað með því að skólar á höfuðborgarsvæðinu verði opnir á morgun. Lögreglan og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins ítreka þó að fólk fylgist vel með upplýsingum um færð og veður í fjölmiðlum í fyrramálið. Slökkviliðið og lögreglan munu koma saman í morgunsárið, meta stöðuna og senda frá sér upplýsingar til fjölmiðla.  Allt verður gert til þess  að hafa skólana opna en hvort börnin mæta er á ábyrgð foreldra/forráðamanna.

Veðurspá
Veðurstofan gerir ráð fyrir að veður gangi niður á höfuðborgarsvæðinu með kvöldinu og að á morgun verði vindur ögn hægari en í dag, eða 13 - 18 m/sek. Hvassast verður á Kjalarnesi. Gert er ráð fyrir 1 - 6 stiga frosti og éljagangi þegar líður á daginn.

Samvera í boði 2.-3. bekkjar

Ritað .

Samvera í dag var í boði 2.-3. bekkjar.  Þau buðu upp á ýmisskonar skemmtiatriði.  Fyrst voru sagðir brandarar og síðan var boðið upp á keppni milli kennara í að sprengja blöðrur sem Linda Hrönn vann með miklum glæsibrag.  Eftir það sýndu nemendur frumsamið leikrit og að lokum var dansatriði.

Fleiri myndir frá samveru dagsins er að finna á myndasíðu skólans.

samvera 021

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |