1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Upplestrarkeppnin

Ritað .

Í morgun var Upplestrarkeppni Ingunnarskóla haldin þar sem nemendur 7. bekkjar keppa um að vera valin áfram sem fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppnina. Nemendur stóðu sig öll mjög vel og var úr vöndu að ráða fyrir dómnefnd að velja fulltrúa.  

Þau sem komust áfram voru Laufey Snorradóttir og Kristján Bjarki Halldórsson. Brynja Sveinsdóttir var svo valin varamaður.

Fleiri myndir frá Upplestrarkeppninni er að finna á myndasíðu skólans.

IMG 0296 (Large)

Páskaleyfi

Ritað .

paskaungar1Nemendur fara í páskaleyfi eftir föstudaginn 22. mars og hefst skólastarf aftur eftir leyfið þriðjudaginn 2. apríl.

Skrifstofa skólans verður lokuð í páskaleyfinu.

Með von um að nemendur og fjölskyldur þeirra eigi gleðilega páskahátíð,

Starfsfólk Ingunnarskóla

Ófært í Grafarholtinu

Ritað .

Kæru foreldrar

Vegna aðstæðna sem sköpuðust í morgun vegna mikillar ófærðar í Grafarholtinu sáum við okkur ekki annað fært en að aflýsa skólahaldi þar sem starfsfólk komst ekki til vinnu sinnar.

Skólinn opnaði þó að venju kl. 7:30 og reyndum við að taka vel á móti þeim börnum sem komin voru í hús og skapa notalegar aðstæður.  Sú ákvörðun að aflýsa skólahaldi var tekin þegar ljóst var að ófært var orðið í Grafarholtinu en það kom ekki í ljós fyrr en undir 8:30 í morgun.  Hafi foreldrar ekki tök á að ná í börn sín verða þau hjá okkur í góðu yfirlæti í skólanum. 

Skv. veðurspá á veðrið ekki að ganga niður fyrr en seinnipartinn í dag.

Með góðri kveðju

Skólastjórnendur

Kennarabreytingar

Ritað .

Nú um áramótin urðu breytingar í enskukennslu á unglingastiginu vegna þess að Sigrún Karlsdóttir fór í leyfi og Svanhildur Díana Hrólfsdóttir tók við af henni. Svanhildi þekkja margir þar sem hún var umsjónarkennari í 6.—7. bekk og kenndi einnig á unglingastigi. Nú styttist í að Tinna Sigurjónsdóttir umsjónarkennari og stærðfræðikennari fari í fæðingarorlof en við hennar starfi tekur Andri Már Sigurðsson og er hann þegar byrjaður að vinna með Tinnu.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |