1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Danskeppni

Ritað .

Í dag á samveru var haldin árleg danskeppni skólans. 13 atriði tóku þátt og var gaman að sjá að hvað nemendur hafa lagt mikinn metnað í atriðin þetta árið. Halli íþróttakennari hefur haft veg og vanda af skipulagningu keppninnar og hafa í vikunni farið fram undankeppnir í íþróttatímum bekkjanna.

Keppendur stóðu sig glæsilega og var hvert atriðið öðru betra. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin en dómarar keppninnar töluðu um að þau hefðu viljað veita fleiri danshópum viðurkenningar því allir stóðu sig mjög vel.

Úrslit urðu þau að hópurinn Car Wash sem samanstendur af stúlkum í 8. bekk hreppti 1. sætið. Hópurinn Two Pound Fish sem samanstendur af stúlkum úr 9. bekk hlaut 2. sætið og hópurinn Gay Boys sem í eru strákar úr 8. bekk hlaut 3. sætið. Sérstök hvatningarverðlaun hlaut hópurinn Kiss You sem í eru stúlkur 6. bekk.

Fleiri myndir eru að finna á myndasíðu skólans.

danskeppni 056 (Large)

Brunaæfing

Ritað .

Í dag var haldin óundirbúin brunaæfing í Ingunnarskóla.  Þegar brunabjallan glumdi fóru nemendur og starfsfólk skólans og röðuðu sér upp, eins og búið var að æfa áður, á ákveðnum stöðum á skólalóðinni.

Æfingin gekk mjög vel og voru allir komnir á sína staði á rúmlega átta mínútum.

brunaaefing 009 (Large)

Aðalfundur foreldrafélags Ingunnarskóla, fundarboð og dagskrá

Ritað .

Aðalfundur Foreldrafélags Ingunnarskóla verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl.18:15 í sal skólans.

Dagskrá fundar:
    18:15: Mæting
    18:20: Helga Braga Jónsdóttir leikkona heldur skemmtilegan fyrirlestur
    19:00: Foreldrafélagið býður upp á léttar veitingar
    19:15: Aðalfundur Foreldrafélagsins:

Fundarsetning

Dagskrá fundar:
    1. skýrsla stjórnar
    2. reikningar lagðir fram
    3. Kosning stjórnar
    4. Kosning í nefndir: fulltrúar í skrólaráð og fulltrúar í grænfánateymi
    5. foreldrarölt
    6. Önnur mál

Vonumst til að sjá alla foreldra.

kv.Stjórnin

Áríðandi tilkynning frá Almannavörnum

Ritað .

Áríðand tilkynning til foreldra skólabarna og starfsmanna skóla á höfuðborgarsvæðinu:

Börnin ykkar eru örugg í skólunum. Vinsamlegast reynið ekki að komast til þess að sækja þau fyrr en lögregla hefur gefið út tilkynningu þar að lútandi.

Allir björgunaraðilar á svæðinu eru á ferðinni og einkabílar í umferðinni eru til mikilla trafala við björgunarstörf.

10. bekkur á Alþingi

Ritað .

10. bekkur Ingunnarskóla skundaði í gær í nístingskulda í strætó niður í bæ og heimsótti Alþingi. Ferðin tengist námsefninu í samfélagsfræðinni. Við fengum góða kynningu á húsinu og því starfi sem þar fer fram. Okkar fólk var til fyrirmyndar, fylgdi ströngum reglum hússins en var einnig mjög áhugasamt, spurði margs og ræddi málin. Fengum því miður ekki að taka myndir nema í anddyrinu. Kannski að það séu einhverjir framtíðar þingmenn í hópnum?

altingi (Large)

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |