1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Kynning með námsráðgjafa, 10. bekkur

Ritað .

Miðvikudaginn 23. janúar verðu kynning fyrir foreldra og nemendur kl. 18:00 á sal skólans.  Farið verður yfir helstu framhaldsskóla og inntökuskilyrði þeirra.

Hlakka til að sjá sem flesta,

Svandís námsráðgjafi.

Koma heim frá Laugum

Ritað .

Vorum að heyra í Hjalta kennara áðan þegar þau voru að leggja af stað frá Borgarnesi.

Þau verða að renna í hlað til okkar um 13:45 á eftir.

Íbúafundur með borgarstjóra í Grafarholti

Ritað .

Betri hverfi_JG_midJón Gnarr borgarstjóri stendur fyrir íbúafundum í öllum hverfum Reykjavíkur dagana 14. – 29. janúar nk.  Fimmtudaginn 24. janúar kl. 17:00 verður fundur með íbúum Grafarholts og Úlfarsárdals í Sæmundarskóla. 

Fundirnir eru hluti af verkefninu Betri Hverfi en frá og með mánudeginum 14. janúar geta Reykvíkingar sett inn hugmyndir að alls kyns smærri verkefnum, nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum, sem ætlað er að bæta íbúahverfi borgarinnar. Tekið er á móti hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík á undirvefnum Betri Hverfi.

Í fyrra bárust hátt í 400 hugmyndir frá borgarbúum um verkefni í hverfunum. Reykjavíkurborg hyggst enn á ný verja 300 milljónum til svokallaðra hverfapotta og geta íbúar hverfanna komið með hugmyndir að verkefnum og síðan kosið um þær í rafrænum íbúakosningum sem haldnar verða dagana 14. – 19. mars nk. með sama hætti og í fyrra.

Hvernig verndum við börn gegn kynferðisofbeldi?

Ritað .

kolbrunKolbrún Baldursdóttir sálfræðingur verður með fyrirlestur fyrir starfsmenn og foreldra Ingunnarskóla og leikskólanna Geislabaugs og Maríuborgar þriðjudaginn 19. febrúar kl. 17:15-18:15 í sal Ingunnarskóla.

Kolbrún hefur látið sig þessi mál varða og haldið mörg erindi um þessi mál en hún heldur úti upplýsingavefnum EKKI MEIR Höldum saman gegn einelti og kynbundnu ofbeldi.  Sjá nánar á heimasíðunni kolbrunbaldurs.is

Við hvetjum ykkur til að mæta á þennan þarfa fyrirlestur. Það virkar alltaf best ef skólasamfélagið tekur höndum saman um þau mál sem þarf að vinna sameiginlega að til að styðja börnin.

Með kveðju,

skólastjórnendur

Hvernig verndum við börn gegn kynferðisofbeldi?

Ritað .

kolbrun (Large)Þriðjudaginn 19. febrúar kl. 17.15 mun Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur, halda erindi í Ingunnarskóla fyrir foreldra og starfsfólk skóla/leiksóla sem ber yfirskriftina: Hvernig verndum við börn gegn kynferðisofbeldi?

Farið verður í:

    • Skilgreiningar og birtingamyndir
    • Hverjir eru í áhættuhópi?
    • Hvar á misnotkun sér helst stað?
    • Þegar gerandi er nákominn
    • Forvarnir, fræðsla: fyrirbyggjandi aðgerðir
    • Samvinna skóla/grasrótasamtaka og heimila
    • Viðbrögð fullorðinna þegar barn segir frá

Í SAMFÉLAGINU leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Einstaklingar sem glíma við barnagirnd fyrirfinnast í okkar samfélagi sem öðrum en hversu margir glíma við þann sjúkleika er ekki vitað. Fræðsla sem þessi er þó vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja óþarfa áhyggjur hjá barninu. Finnum bestu leiðirnar til að vernda börnin gagnvart þessari vá sem annarri.

Sjá nánari umfjöllun:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1270373/

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |