1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Vetrarleyfi og kaffispjall

Ritað .

Við minnum á vetrarleyfið föstudaginn 22. febrúar.  Að þessu sinni er bara um einn dag að ræða aðliggjandi helginni en við vonum að hann nýtist fjölskyldunni til að eiga ánægjulega stund saman.

Á næstu vikum bjóðum við foreldrum í öllum árgöngum að koma og eiga notalega stund með stjórnendum skólans og námsráðgjafa. Þar gefst tækifræi til að  ræða óformlega um skólastarfið og foreldrar hittast og spjalla saman.

Fundirnir hefjast klukkan 8:15 og má gera ráð fyrir að þeir taki 30-40 mínútur. Þeir verða haldnir á kaffistofu skólans. Boðið verður upp á kaffi og sætabrauð.

Tímasetningar:

     · 6.-7. bekkur—27. febrúar

     · 4.-5. bekkur-5 mars

     · 8.-10. bekkur– 6. mars

     · 1.-3. bekkur 12. mars

Hlökkum til að hitta sem flesta foreldra.

Upplýsingar vegna veðurs og ófærðar

Ritað .

Starfsmenn vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar vinna hörðum höndum að því að hreinsa stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu og samhliða því götur í íbúahverfi. Víkurvegur er nú orðinn fær og Reykjanesbraut til og frá Hafnarfirði sömuleiðis. Reykjanesbraut er þó flughál og ekki verður hægt að koma því við að sanda eða salta hana fyrr en veður lægir.

Mikil umferðarteppa er á Vesturlandsvegi við Bauhaus.

Björgunarsveitir vinna ötullega við að aðstoða fólk á stofnæðum og munu sinna fólki í íbúahverfum þegar færi gefst. Heilbrigðisstarfsfólk verður aðstoðað við að komast til vinnu við vaktaskipti nú í eftirmiðdaginn.

Send verður tilkynning til skólayfirvalda og foreldra upp úr klukkan þrjú um það hvenær þeir megi sækja börn sín í skólana. Þegar hefur foreldrum barna í skólum vestan Kringlumýrarbrautar verið tilkynnt að þeir megi sækja börnin ef þeir hafa góð tök á því.

Verkefni í samvinnu við Listaháskólann

Ritað .

Í dag tóku nemendur í 4.-5. bekk þátt skapandi tónlistarmiðlun á vegum Listaháskólans. Unnið var með leikræna tjáningu, tónlistarsköpun og tónlistarflutning.  Þau börn sem eru í hljóðfæranámi komu mörg með hljóðfæri með sér en einnig voru notuð alls kyns ásláttarhljóðfæri, söngur og fleira.  Nemendur unnu frá upphafi dags fram að hádegi en afraksturinn var sýndur í sal skólans fyrir foreldra og starfsmenn.  Þetta gekk mjög vel, var skemmtilegt, skapandi og allir að njóta sín.

Myndir frá sýningu nemenda er að finna í myndasafni.

tonlist 025 (Large)

Upplestrarkeppnin

Ritað .

Í morgun var Upplestrarkeppni Ingunnarskóla haldin þar sem nemendur 7. bekkjar keppa um að vera valin áfram sem fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppnina. Nemendur stóðu sig öll mjög vel og var úr vöndu að ráða fyrir dómnefnd að velja fulltrúa.  

Þau sem komust áfram voru Laufey Snorradóttir og Kristján Bjarki Halldórsson. Brynja Sveinsdóttir var svo valin varamaður.

Fleiri myndir frá Upplestrarkeppninni er að finna á myndasíðu skólans.

IMG 0296 (Large)

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |