1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Hvatningarverðlaun 2013

Ritað .

 Viltu vekja athygli á gróskumiklu leikskóla-, grunnskóla eða frístundastarfi á vegum Reykjavíkurborgar?

• Veistu af metnaðarfullu þróunarverkefni, skemmtilegum tilraunum eða annarri nýbreytni í skóla- og  frístundastarfi Reykjavíkurborgar?

• Viltu veita starfsfólki skóla- og frístundastarfs í Reykjavík viðurkenningu og hvatningu?

Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs vegna leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfs Reykjavíkurborgar.  Allir geta tilnefnt til verðlaunanna; foreldrar, kennarar, ömmur og afar, borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundastarf, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka, svo og að fjölbreytt verkefni fái viðurkenningu. Níu verkefni sem skara fram úr verða verðlaunuð.

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs verða afhent við hátíðlega athöfn í maí og felast í viðurkenningarskjali og verðlaunagrip sem starfsstaðurinn fær til eignar.

Eyðublöð eru á heimasíðu skóla- og frístundasviðs, www.skolarogfristund.is og er skilafrestur til 12. apríl 2013.

Tilnefningablað

Matreiðslumeistarakeppni

Ritað .

Í gleðivikunni fór fram matreiðslumeistarakeppni ("Master-chef") í heimilisfræðitímum hjá 6. og 7. bekk. Margir ljúffengir réttir voru töfraðir fram og einnig gómsætar kökur. Krakkarnir höfðu hálfan mánuð til að undirbúa sig fyrir keppnina og greinilegt að margir lögðu mikinn metnað í eldamennskuna/baksturinn. Dómarar voru umsjónarkennarar í 6. og 7. bekk, þær Anna Rakel, Helga, Ólafía og Guðrún Þóra og völdu þær sigurvegara innan hvers hóps. Ákveðið hefur verið að hafa svona keppni aftur næsta vetur, hjá öllum heimilisfræðihópunum á þessu aldursstigi.

Fleiri myndir er að finna í myndasafni.

xcv 057

Leitin að Ingunni hinni lærðu

Ritað .

Við viljum vekja athygli á verkefni sem kennarar og nemendur í 6. og 7. bekk er að vinna þessa stundina sem heitir  "Leitin að Ingunni hinni lærðu". 

Verkefnið hlaut styrk Barnamenningarhátíðar og verður sett upp í Þjóðminjasafni Íslands. Eins er Bókmenntaborg UNESCO samstarfsaðili og birtir fréttir og myndir af verkefninu jafnt og þétt.

Í morgun komu í heimsókn fulltrúar frá Þjóðminjasafni og Námsgagnastofnun og kíktu á börnin við vinnu sína.

Hér má sjá fréttir af verkefninu hjá Bókmenntaborg UNESCO

DSCN0898 (Large)

Heimsókn til 10. bekkinga

Ritað .

Benni Kalli kom og hitti 10. bekkinga í dag: Hann bæði sýndi þeim og ræddi afleiðingar hraðaksturs. Krakkarnir hlustuðu með athygli á Benna Kalla og að lokum fékk fyrirmyndarhundurinn hann Skuggi smá athygli.

benni (Large)

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |