1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Aðalfundur foreldrafélags Ingunnarskóla, fundarboð og dagskrá

Ritað .

Aðalfundur Foreldrafélags Ingunnarskóla verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl.18:15 í sal skólans.

Dagskrá fundar:
    18:15: Mæting
    18:20: Helga Braga Jónsdóttir leikkona heldur skemmtilegan fyrirlestur
    19:00: Foreldrafélagið býður upp á léttar veitingar
    19:15: Aðalfundur Foreldrafélagsins:

Fundarsetning

Dagskrá fundar:
    1. skýrsla stjórnar
    2. reikningar lagðir fram
    3. Kosning stjórnar
    4. Kosning í nefndir: fulltrúar í skrólaráð og fulltrúar í grænfánateymi
    5. foreldrarölt
    6. Önnur mál

Vonumst til að sjá alla foreldra.

kv.Stjórnin

Áríðandi tilkynning frá Almannavörnum

Ritað .

Áríðand tilkynning til foreldra skólabarna og starfsmanna skóla á höfuðborgarsvæðinu:

Börnin ykkar eru örugg í skólunum. Vinsamlegast reynið ekki að komast til þess að sækja þau fyrr en lögregla hefur gefið út tilkynningu þar að lútandi.

Allir björgunaraðilar á svæðinu eru á ferðinni og einkabílar í umferðinni eru til mikilla trafala við björgunarstörf.

10. bekkur á Alþingi

Ritað .

10. bekkur Ingunnarskóla skundaði í gær í nístingskulda í strætó niður í bæ og heimsótti Alþingi. Ferðin tengist námsefninu í samfélagsfræðinni. Við fengum góða kynningu á húsinu og því starfi sem þar fer fram. Okkar fólk var til fyrirmyndar, fylgdi ströngum reglum hússins en var einnig mjög áhugasamt, spurði margs og ræddi málin. Fengum því miður ekki að taka myndir nema í anddyrinu. Kannski að það séu einhverjir framtíðar þingmenn í hópnum?

altingi (Large)

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |