1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Gestakennari í dönsku

Ritað .

Marie Lyndgaard Hansen er gestakennari frá Danmörku. Hún er kennari í grunnskóla í Valby. Marie hefur kennt nemendum í 7. - 10. bekk dönsku og gert ýmislegt skemmtilegt með nemendum eins og að tala dönsku, syngja dönsk lög og fleira. 

danska (Large)

Gleðivika í 2.-3. bekk

Ritað .

Í gleðivikunni voru börnin í  2.-3. bekk að vinna með hvað gerir þau glöð og hvernig þau geta glatt aðra.

Í framhaldi af því voru útbúin vinahjörtu með fallegum orðum til starfsmanna.  Börnin fengu tækifæri til að spyrja spurninga og fengu svör við hinum og þessum vangaveltum, t.d. hvort það væri nú gaman að vinna í Ingunnarskóla og hvernig væri að búa á Íslandi.  Börnin voru mjög áhugasöm og glöð og ekki síst þegar þau sáu  viðbrögðin þ.e. gleðina í augum viðtakenda.

2.-3.BM 089 (Large)

Fagrir tónar um alla ganga

Ritað .

Í dag fóru nemendur í Skólahljómsveit Grafarvogs spilandi um skólann, þeir spiluðu fyrir nemendur í frímínútum og starfsmenn á kaffistofunni og vakti þetta mikla gleði.

tonlist 003

Fréttatilkynning fyrir morgunfréttir

Ritað .

Veðrið er að mestu gengið niður og búið að skafa allar helstu stofnbrautir. Starfsmenn Vegagerðarinnar og sveitafélaga hafa unnið að því í nótt að hreinsa götur og því allar stofnbrautir greiðfærar með morgninum en færðin gæti þó verið þung inni í íbúðahverfum.

Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag en foreldrar eru hvattir til að kanna aðstæður á sínu svæði þar sem veðurfar getur verið misjafnt milli hverfa og reikna með góðum tíma til að koma sér í vinnu.

Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglu og slökkviliði en lögreglan og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu koma til með að fylgjast með veðrinu í dag og gefa út fréttatilkynningu ef ástæða þykir til og veðurfar breytist.

Fólk er hvatt til að fara varlega því færðin getur verið misjöfn eftir því hvar fólk er statt á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðaeigendur eru hvattir til að huga að bílum sem skildir hafa verið eftir í vegkanti eftir morgunumferðina þar sem þeir geta tafið bílaumferð.

Fréttir frá Laugum

Ritað .

Vorum að heyra frá fararstjórum 9. bekkjar, þeim Þurý og Hjalta rétt í þessu.  Allt gengur vel fyrir sig og finnst krökkunum rosalega gaman að vera mætt á staðinn.  Í gærkvöldi var mikið fjör í íþróttahúsi staðarins en þá voru starfsmenn Lauga með skipulagða kvöldvöku sem mældist mjög vel fyrir hjá nemendum.  Fyrsta nóttin gekk síðan alveg áfallalaust fyrir sig.

Í dag munu krakkarnir hafa nóg fyrir stafni.  Á meðal þess sem er á dagskrá dagsins er fjallganga þar sem gengið verður á Tungustapa.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |