1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Páskaleyfi

Ritað .

paskaungar1Nemendur fara í páskaleyfi eftir föstudaginn 22. mars og hefst skólastarf aftur eftir leyfið þriðjudaginn 2. apríl.

Skrifstofa skólans verður lokuð í páskaleyfinu.

Með von um að nemendur og fjölskyldur þeirra eigi gleðilega páskahátíð,

Starfsfólk Ingunnarskóla

Ófært í Grafarholtinu

Ritað .

Kæru foreldrar

Vegna aðstæðna sem sköpuðust í morgun vegna mikillar ófærðar í Grafarholtinu sáum við okkur ekki annað fært en að aflýsa skólahaldi þar sem starfsfólk komst ekki til vinnu sinnar.

Skólinn opnaði þó að venju kl. 7:30 og reyndum við að taka vel á móti þeim börnum sem komin voru í hús og skapa notalegar aðstæður.  Sú ákvörðun að aflýsa skólahaldi var tekin þegar ljóst var að ófært var orðið í Grafarholtinu en það kom ekki í ljós fyrr en undir 8:30 í morgun.  Hafi foreldrar ekki tök á að ná í börn sín verða þau hjá okkur í góðu yfirlæti í skólanum. 

Skv. veðurspá á veðrið ekki að ganga niður fyrr en seinnipartinn í dag.

Með góðri kveðju

Skólastjórnendur

Kennarabreytingar

Ritað .

Nú um áramótin urðu breytingar í enskukennslu á unglingastiginu vegna þess að Sigrún Karlsdóttir fór í leyfi og Svanhildur Díana Hrólfsdóttir tók við af henni. Svanhildi þekkja margir þar sem hún var umsjónarkennari í 6.—7. bekk og kenndi einnig á unglingastigi. Nú styttist í að Tinna Sigurjónsdóttir umsjónarkennari og stærðfræðikennari fari í fæðingarorlof en við hennar starfi tekur Andri Már Sigurðsson og er hann þegar byrjaður að vinna með Tinnu.

Kynning með námsráðgjafa, 10. bekkur

Ritað .

Miðvikudaginn 23. janúar verðu kynning fyrir foreldra og nemendur kl. 18:00 á sal skólans.  Farið verður yfir helstu framhaldsskóla og inntökuskilyrði þeirra.

Hlakka til að sjá sem flesta,

Svandís námsráðgjafi.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |