1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Heimsókn frá Námsgagnastofnun

Ritað .

Undanfarnar vikur hafa nemendur 6.-7. bekkjar unnið að verkefni sem er til sýnis á Þjóðminjasafninu á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur.  Verkefnið nefnist ,,Leitin að Ingunni hinni lærðu" og hafa nemendur lagt mikið á sig til að þetta komi sem allra best út.

Ritstjóri vefsíðunnar ,,Í dagsins önn" frá Námsgagnastofnun leit við í skólanum á meðan krakkarnir voru að vinna við verkefnið.  Fréttina er að finna hérna

Ingunnarskoli 045_-_Copy_(2)

Hjálmagjöf

Ritað .

Menn frá Kiwanishreyfingunni komu í dag og færðu 1. bekkingum reiðhjólahjálma að gjöf.  Auk þess var í pakkanum, buff, bolti og endurskinsmerki.

Mikil ánægja var meðal barnanna með þessa kærkomnu gjöf.  Ingunnarskóli þakkar Kiwanishreyfingunni kærlega fyrir.

hjalmar 012 (Large)

Góðir gestir í Ingunnarskóla

Ritað .

Síðastliðinn mánudag fengu nemendur í 6. – 10 bekk Ingunnarskóla góða gesti í heimsókn. Þetta voru tónlistarmenn sem kalla sig Skuggamyndir Býsans, en farið var í ferðalag til Balkanlandanna með hljómsveitinni. Við fengum að heyra tónlist frá nokkrum löndum Balkanskagans og með hjálp tölvutækninnar lærðu nemendur um þjóðfána, staðsetningu og höfuðborgir landanna. Tónlistarflutningurinn var skreyttur með fallegum myndum frá löndunum og nemendur fengu að kynnast nokkrum hljóðfærum sem þjóðlagatónlistarmenn frá þessum svæðum leika á.

Allir skemmtu sér vel og þökkum við þessum frábæru tónlistarmönnum fyrir skemmtunina.

Heimkoma frá Laugum

Ritað .

Vorum að fá fréttir frá farastjórunum á Laugum.  Það er búið að vera alveg rosalega gaman, hópurinn búinn að standa sig mjög vel og vera skólanum okkar til sóma.    Í gær voru Laugaleikar þar sem hópar kepptu sín á milli í þrautakeppni.  Á eftir var sundlaugarpartý og fengum við þau skilaboð að drengirnir í 9. bekk væru velkomnir hvenær sem er í sundlaugarpartý til að halda uppi stuðinu!!

Hópurinn leggur af stað heim kl. 11:00 og er áætlað að koma til Reykjavíkur um þrjúleytið.  Þau verða í sambandi þegar þau koma til Borgarness og láta vita með nánari tímasetningu.  Set upplýsingar um það strax á heimasíðu skólans.

Grunnskólamót höfuðborg Norðurlanda

Ritað .

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda er haldið á hverju ári í hinum ýmsu íþróttagreinum.  Á þessu ári verður mótið haldið í Kaupmannahöfn daga 26. maí - 1. júní.  Við í Ingunnarskóla erum mjög stolt af því að fjórar stúlkur í 8. AS hafa verið valdar í Reykjavíkurúrvalið í handbolta.  Þetta eru þær Heiðrún Dís, Ingunn Lilja, Ragnheiður Ósk og Svala Júlía.  Þær spila allar með 5. flokki Fram í handbolta.

Reykjavíkurúrval (Large)

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |