1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Grunnskólamót í knattspyrnu

Ritað .

Í síðustu viku fór fram Grunnskólamót Reykjavíkur í knattspyrnu í Egilshöll. Ingunnarskóli sendi 3 lið til keppni, 7.b strákar og stelpur og 10.b strákar.

Eftir harða keppni urðu úrslit þau að 7.b stelpurnar unnu sinn riðil glæsilega og komust þær því í úrslitakeppnina. Strákaliðin stóðu sig einnig mjög vel en komust ekki upp úr sínum riðlum að þessu sinni.

Þær kepptu síðan aftur í úrslitakeppninni um helgina og enduðu þær í 5. sæti eftir mjög jafnan riðil. Glæsilegur árangur sérstaklega í ljósi þess að aðeins ein stúlka var úr 7. bekk, hinar úr 6. og 5. bekk.

stelpurStúlkurnar með Matta þjálfara

Rósaballið

Ritað .

Rósaball unglingadeildar Ingunnarskóla var haldið fimmtudaginn 28.september síðasta. Eins og hefð hefur verið fyrir fóru nemendur í 10.bekk og sóttu nemendur í 8.bekk á ballið og buðu þau með því velkomin í unglingadeild skólans. Mikil spenna var á meðal 8.bekkinga sem biðu í heimahúsum á meðan beðið var eftir 10.bekkingunum og mikil gleði í skólanum þegar 8. og 10. bekkur mættu í hús.

Nemendur í 9. og 10.bekk eiga mikið hrós skilið fyrir að taka vel á móti 8.bekk og 8.bekkur á einnig hrós skilið fyrir jákvæðni og gleði sem fylgdi þeim allt kvöldið. Þá eiga foreldrar einnig þakklæti skilið en þeir stóðu sig vel í að halda utan um krakkana áður en ballið byrjaði og sjá til þess að allir væru velkomnir.

Myndir frá kvöldinu má finna í myndasafni.

IMG 0018

Netið okkar

Ritað .

Námskeiðið Netið okkar er ókeypis og opið öllum en einkum ætlað skólafólki, foreldrum og öðrum sem koma að uppeldi og menntun ungmenna. Það er sjálfstætt framhald námskeiðsins Netið mitt sem var í boði á vormisseri 2017 en þá var fjallað um borgaravitund og lýðræði, sjálfsmynd og netorðspor, réttindi og ábyrgð, andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Á námskeiðinu Netið okkar verður fjallað um siðareglur og netvenjur, samskipti og sambönd, netöryggi og læsi og samfélagsþátttöku.

Nánari upplýsingar hér.

netid okkar

Næsta vika í Ingunnarskóla

Ritað .

Viljum minna á að dagana 4.-6. október er engin kennsla í Ingunnarskóla. 4. október er skráður viðtalsdagur og 5.-6. október starfsdagar. Vegna námsferðar starfsfólks Ingunnarskóla til Brighton eru flestir kennarar búnir að dreifa námsviðtölunum á dagana á undan og því eru aðeins nokkrir kennarar með viðtöl á sjálfan viðtalsdaginn. Skráning í námsviðtölin fer fram í Mentor.

Ennþá er hægt að skrá á langa daga í Stjörnulandi en skráning fyrir þá lýkur föstudaginn 29. september.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |