1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

PISA könnun í 10. bekk Ingunnarskóla

Ritað .

Á morgun, þriðjudaginn 13. mars, verður PISA könnunin lögð fyrir 10. bekk í Ingunnarskóla. Nemendur mæta í skólann klukkan 8:45 og prófið hefst klukkan 9:00. Afar mikilvægt er að nemendur séu mættir vel tímanlega til að forðast allt óþarfa stress. 

PISA – tímaplan fyrir nemendur

08:45  Nemendur mæta
09:00 – 09:20 Innskráningarblöð, lykilorð og kynning á könnuninni
09:20 – 10:20 Fyrri prófhluti
10:20 – 10:25 5 mínútna hlé
10:25 – 11:30 Seinni prófhluti
11:30 – 11:45 15 mín hlé – hressing í boði
11:45 – 12:30 Spurningalistar nemenda
                                Að loknu prófi geta þeir nemendur sem eru í mataráskrift fengið sér hádegismat. 

10. ÞA fer í íþróttir eftir hádegi.

Atriði sem mikilvægt er að hafa í huga:

• Að nemendur séu mættir tímanlega til að forðast óþarfa stress.
• Að nemendur séu búnir að borða góðan morgunmat áður en þeir mæta (þeir geta fengið hafragraut í skólanum) og séu vel úthvíldir. 
• Ekki er leyfilegt að vera með mat né drykk inni í prófstofu (reglur frá PISA) en boðið verður upp á hressingu í hléunum (brauðmeti, ávexti og drykki).
• Nemendur þurfa að sitja inni í könnuninni út allan tímann eða til 12:30. Mikilvægt er að þeir séu með yndislestrarbók til að lesa ef þeir klára könnunina áður en tímanum lýkur.
• Nemendur eiga að slökkva alveg á símunum sínum meðan á könnuninni stendur. 

Vegna samræmdra prófa í 9. bekk

Ritað .

Vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdra prófa kom upp við prófatöku í morgun á svipaðan hátt og síðastliðinn miðvikudag og var vandinn almennt yfir landið. Þetta lýsti sér á þann hátt að stór hluti nemenda náði ekki að tengjast prófinu og sumir náðu tengingu og duttu öðru hvoru út. Nokkrir náðu þó að klára prófið en aðrir fóru heim eftir að tilkynning barst frá Menntamálastofnun um að ákvörðun hafi verið tekin um að fresta fyrirlögn prófsins.

Við viljum koma á framfæri hrósi til nemenda í 9. bekk en þau stóðu sig frábærlega í erfiðum aðstæðum í samræmdum prófum, bæði í íslensku prófinu á miðvikudaginn og enskuprófinu í morgun. Þau sýndu mikla yfirvegun og þolinmæði þegar tæknilegir erfiðleikar komu upp en slíkar aðstæður reyna töluvert á. Einnig má nefna að nemendur virtust vera vel undirbúnir og mættu tilbúnir til leiks. 

Með góðri kveðju,
skólastjórnendur og kennarar

Samræmd könnunarpróf í 9. bekk 2018

Ritað .

Dagana 7., 8. og 9. mars fara fram samræmd könnunarpróf í 9. bekk. Nemendur mæta í skólann klukkan 8:30 og prófið hefst klukkan 8:45. Afar mikilvægt er að nemendur séu mættir vel tímanlega til að forðast allt óþarfa stress. 

Próftíminn er frá 8:45 – 11:15 en lengdur próftími er frá 8:45 – 11:45. 

Miðvikudagurinn 7. mars - íslenskupróf
Að loknu prófi geta þeir nemendur sem eru í mataráskrift fengið sér hádegismat og mæta síðan í valgreinar samkvæmt stundarskrá kl. 14:20. 

Fimmtudagur 8. mars - stærðfræðipróf
Að loknu prófi geta þeir nemendur sem eru í mataráskrift fengið sér hádegismat og mæta síðan í kennslu samkvæmt stundarskrá eftir hádegi, frá 13:20.

Föstudagur 9. mars - enskupróf
Nemendur mæta eins og hina dagana klukkan 8:30. Að loknu prófi geta þeir nemendur sem eru í mataráskrift fengið sér hádegismat og mega svo fara heim. Kennsla fellur niður eftir hádegi þennan dag þar sem nemendur mættu fyrr. 

Atriði sem mikilvægt er að hafa í huga:
• Að nemendur séu mættir tímanlega þessa daga til að forðast óþarfa stress.
• Að nemendur séu búnir að borða góðan morgunmat áður en þeir mæta (þeir geta fengið hafragraut í skólanum) og séu vel úthvíldir. 
• Nemendur eiga að taka með sér yndislestrarbók til að lesa ef þeir klára prófið áður en prófatíma lýkur.
• Gott er að hafa með sér vatnsbrúsa í prófið og eitthvað smávegis nesti sem auðvelt er að grípa í (EKKI nammi eða sætindi).
• Í stærðfræðiprófinu þurfa nemendur að taka með sér góðan vasareikni, símar eru ekki leyfðir sem vasareiknar.
• Nemendur þurfa að slökkva á símum áður en þeir koma inn í prófið. Þetta er mjög mikilvægt til að ekki sé of mikið álag á nettengingu skólans meðan á rafrænu prófunum stendur
• Þeir nemendur sem hafa beðið um hljóðefni og lengdan próftíma í prófunum þurfa að mæta með góð heyrnatól ef þess er kostur. 

Skilaboð frá bókasafni

Ritað .

Við viljum hvetja foreldra til að kanna hvort að það leynast bækur frá skólabókasafninu heima. Við höfum verið að kaupa nýjar bækur á safnið en þær skila sér illa til baka og því biðjum við ykkur að athuga hvernig staðan er og senda nemendur með bækurnar til baka í skólann ef þær finnast heima.

Við erum að fara í gang með ákveðið lestrarátak bæði núna í mars og einnig í apríl og eiga allir nemendur að vera með bækur í skólatöskunum. Áætlað er að vera með yndislestur í öllum árgöngum einu sinni á dag í 10-15 mínútur í mars og er því mikilvægt að bókakosturinn sé nægur á safninu. Í apríl er áætlað að vera með lestrarsprett í öllum árgöngum og hvetja nemendur til að lesa sem mest og gera afraksturinn sýnilegan. 

Við minnum einnig á að heimalesturinn skiptir miklu máli fyrir árangur nemenda, sjá góð ráð varðandi heimalestur: http://lesvefurinn.hi.is/heimalestur. Einnig viljum við benda foreldrum og nemendum á að nýta Borgarbókasöfnin t.d. í Árbæ og Mjódd en þar er enn meira úrval af bókum.

reading clipart for kids kids reading clipart clipartxtras 2 clipartpost clipart free download

Heimsókn í Hafnarhúsið

Ritað .

Nemendur í 8.b í Myndlistarvali fóru að skoða Erró sýninguna í Hafnarhúsinu. Sýningin var með klippimyndir og kvikmyndir sem sýna hvernig Erró, Guðmundur Guðmundsson, skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu.

Þar að auki skoðuðu krakkarnir listasýning af íslenskri samtímalistasögu.

Myndir frá heimsókninni er að finna hér.

IMG 6641 Large

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |