1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Litlu jólin í Ingunnarskóla

Ritað .

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Ingunnarskóla. Nemendur mættu og áttu góða samverustund saman með kennurum. Þau borðuðu sparinesti og hlustuðu á sögu. Að samverustundinni lokinni héldu nemendur á jólaball í salnum. Við fengum góða gesti í heimsókn, þá Askasleiki og Skyrgám, sem héldu uppi fjörinu ásamt Ebbu og Kristjáni. 

Myndir frá deginum er að finna í myndasafni hér og hér.

IMG 0117 Large

Litlu jólin og jólaball

Ritað .

Á morgun, þriðjudaginn 19. desember verður hefðbundinn dagur í Ingunnarskóla hjá öllum nemendum 1.-10. bekkjar. Seinna um kvöldið verður jólaball haldið fyrir nemendur 8.-10. bekkjar í Sæmundarskóla. Er þetta sameiginlegt ball fyrir nemendur Ingunnarskóla, Sæmundarskóla og Dalskóla. Ballið hefst kl. 20:00 og stendur til 22:30.

Miðvikudaginn  20. desember, eru litlu jólin í Ingunnarskóla. Mæting í skólann er kl. 10:30 og lýkur dagskránni kl. 12:30. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 8:00 fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Ekki verður boðið upp á hafragraut þennan dag.

Við byrjum daginn á stofujólum með umsjónarkennurum þar sem nemendur mega koma með sparinesti (smákökur, bakkelsi en ekki sælgæti) og gosdrykki/fernudrykki.  

Síðan verður gengið í kringum jólatréð í hátíðarsal skólans.  Jólasveinar mæta á svæðið og fá allir mandarínur í boði jólasveina.  

Að lokinni dagskrá kl. 12:30 fara þeir nemendur heim sem eru ekki í Stjörnulandi.  

Nemendur sem fara í Stjörnuland verða áfram í skólanum og fá létta hressingu áður en þau verða sótt af starfsmönnum Stjörnulands kl. 13:15.

i2christmas tree

Bilað símkerfi

Ritað .

Í augnablikinu virðist sem símkerfi skólans sé bilað og því ekki hægt að ná inn símleiðis.

Biðjum ykkur því að senda okkur línu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið þurfið að láta vita af veikindum eða koma öðrum upplýsingum til skólans. Einnig er hægt að skrá veikindi í Mentor.

Uppfært: Símkerfið er komið í lag.

Menntabúðir í 6. bekk

Ritað .

Í gær voru haldnar menntabúðir um tölvumál fyrir foleldra nemenda í 6. bekk. Settar voru upp stöðvar með ýmsum verkefnum og verkfærum sem foreldrarnir fór á milli og nemendur fræddu þá um hvað þau hafa verið að læra og vinna með í tölvum í vetur. Það var gaman að sjá hvað nemendur voru áhugasamir og duglegir að kenna foreldrunum og leiðbeina þeim. Fleiri myndir í myndasafni 6. bekkjar. 6 b 17 12 07

Jólin nálgast

Ritað .

Ingunnarskóli er að komast í jólabúnig og byrjað er að skreyta og undirbúa litlu jólin. Á föstudaginn voru unglingarnir að föndra og skreyta hjá sér og má sjá nokkrar myndir frá því í myndasafni.

jolafondur2017

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |