1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Rósaball

Ritað .

Fimmtudaginn næstkomandi, 28.september, verður rósaball í unglingadeild Ingunnarskóla. Ballið hefst klukkan 20:00 og lýkur klukkan 23:00. Venja er fyrir því að nemendur í 10.bekk bjóða nemendur í 8.bekk velkomin í unglingadeildina og sækja þau heim um kvöldið milli 19:30 og 20:00.

Þegar á ballið er komið halda plötusnúðar úr 10.bekk ballinu gangandi fram til klukkan 23:00. Góð mæting hefur verið á þetta fyrsta ball vetrarins enda frábært tækifæri fyrir eldri nemendur unglingadeildar að taka vel á móti 8.bekk og vonandi að sem flestir mæti með góða skapið í farteskinu.

rose 1

Metnar valgreinar í 8.-10. bekk

Ritað .

Minnum á að til að fá valgrein metna í 8.-10. bekk er nauðsynlegt er að skila inn staðfestingu frá þjálfara/ kennara.

Á valgreinablaði sem nemendur skiluðu inn síðasta vor var hægt var að biðja um að fá eina eða tvær valgreinar metnar vegna tómstundavals. Undir tómstundaval falla skipulagðar íþróttaæfingar með þjálfara og tónlistarnám hjá tónlistarskóla. Nemendur fengu eyðublað með sér heim á skólasetningu sem þau áttu að fara með til þjálfara/kennara og biðja þau um að staðfesta þátttöku nemandans á haustönn.

Þeir nemendur sem eru með eina valgrein metna þurfa að skila inn einu blaði en þeir sem eru með tvær valgreinar metnar skila inn tveimur blöðum.

Hægt er að skila inn eyðublöðunum á skrifstofu skólans í síðasta lagi föstudaginn 29. september. Ef það er ekki gert verður nemendum raðað í nýjar valgreinar.

clipart kids sports 17                classroom music clipart 2

Myndataka í næstu viku

Ritað .

Í næstu viku, 31. okt - 3. nóv, verður ljósmyndari frá Litmynd að taka einstaklingsmyndir og bekkjarmyndir af nemendum skólans. Boðið verður upp á systkinamyndatökur fyrir þá sem það vilja.

Mánudagur 11. sept, einstaklingsmyndatökur
     09:00 - 09:45 10. AS
     09:45 - 10:25 10. ÞA
     10:25 - 11:10 6. GB
     11:10 – 11:50 6. GÞ
     12:00 – 12:10 10. bekkur, hópmyndataka á sal 
     12:30 – 13:20 7. GN
     13:20 – 14:15 7. SH

Þriðjudagur 12. sept, hópmyndataka á sal (nema 10. bekkur)

Þriðjudagur 12. sept, einstaklingsmyndataka
     11:00 – 11:50 8. GG
     11:50 – 12:50 8. LU
     12:50 – 14:00 Systkinamyndataka

Ekki þarf að panta tíma sérstaklega í systkinamyndatöku. Þeir sem vilja fá systkinamyndatöku mæta á réttum tíma í fundarherbergi skólans. Gott væri ef eldri nemendur geti sótt yngri systkini sín.

Miðvikudagur 13. sept, einstaklingsmyndataka
     08:30 – 09:10 4. LS
     09:10 – 09:50 4. SI
     10:25 – 11:10 5. HS
     11:10 – 11:50 5. SÓ
     12:10 – 13:00 1. bekkur

Fimmtudagur 14. sept, einstaklingsmyndatökur
     08:30 – 09:30 9. EG
     09:30 – 10:10 9. SK
     10:10 – 10:50 3. BS
     10:50 – 11:25 3. MÞ
     12:10 – 12:50 2. MB
     12:50 – 13:40 2. LE

Free photography clipart kid

Námskynningar

Ritað .

Kæru foreldrar 

Á næstu dögum verða námskynningar í öllum árgöngum skólans.  Tímasetningar eru eins og hér segir:

     Föstudagur 8. sept
          7.b kl. 08:15 í heimastofu

     Mánudagur 11. sept 
          3.b kl. 08:15 í heimastofu
          4.b kl. 09:00 í heimastofu

     Þriðjudagur 12. sept 
          5.b kl. 08:15 í heimastofu

     Miðvikudagur 13. sept
          2.b kl. 08:30 á sal

     Fimmtudagur 14. sept 
          6.b kl. 08:15 í heimastofu

     Föstudagur 15. sept.  
          8.b kl. 8:15 í Dynheimum (ísl)  
          9.b kl. 8:30 í Ljósheimum (nátt) vegna Laugaferðar og kl. 8:45 í Dynheimum (ísl)
          10.b kl. 9:00 í Dynheimum (ísl)

Upplýsingar varðandi námskynningu í 1.b verða sendar út síðar.

Með von um að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta.

church meeting clipart 4

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |