1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Jólaskákmót TR í 1.-3. bekk

Ritað .

Jólaskákmót TR fór fram um síðustu helgi, sunnudaginn 3. desember. Ingunnarskóli sendi til leiks tvær sveitir í flokki 1.-3. bekk. Ekki náðist að manna sveit í 4.-7. bekk að þessu sinni.

A-sveit Háteigsskóla sigraði, A-sveit Langholtsskóla varð í öðru sæti og A-sveit Rimaskóla varð í þriðja sæti með 13,5 vinninga. Stúlknasveit Rimaskóla og A-sveit Ingunnarskóla voru einnig með 13,5 vinninga en urðu lægri á stigum og hrepptu því 4.-5. sæti. A- sveit Ingunnarskóla varð því hársbreidd frá bronzverðlaunum á þessu móti.

A-sveit Ingunnarskóla var þannig skipuð:  Bjarni Þór J, Hersir Jón, Óliver og Breki Rafn – allir í 3. bekk.

B-sveitin hlaut 10,5 vinninga í 8. sæti.  Hana skipuðu Óskar Jökull, Stefán, Einar Orri, Baldur Örn og tvíburasysturnar Guðrún og Anna og eru þau sömuleiðis öll i 3. bekk. 

Flottur árangur hjá þessum efnilegu skákmönnum í Ingunnarskóla.

chess

Starfsdagur framundan

Ritað .

Minnum á að mánudagurinn 27. nóvember er starfsdagur í Ingunnarskóla og því engin kennsla þann dag.

Sjáumst hress og kát þriðjudaginn 28. nóvember.

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Ritað .

Á Degi íslenskrar tungu voru veitt Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. Veðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu á töluðu og rituðu máli. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er verndari verðlaunanna og afhenti hún þau við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Daníel Sigþór Arnarson nemandi í 6. bekk Ingunnarskóla hlaut að þessu sinni verðlaun og óskum við honum innilega til hamingju.

Daníel

Dagur íslenskrar tungu

Ritað .

Í dag héldum við hátíð í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem  er 16. nóvember. Allir nemendur skólans komu saman á sal, sungu og saman hlýddu á ávarp Lilju Ármannsdóttur og Matthildi Sveinsdóttur nemanda í 7. bekk flytja ljóðið Íslands minni eftir Jónas Hallgrímssson. Veittar voru viðurkenningar í Ljóða- og smásagnasamkeppni skólans og hlutu Snorri Páll Sigurgeirsson í 3. bekk og Tómas Njarðarson í 5. bekk verðlaun fyrir ljóð sem þeir sömdu. Að lokum las Andri Snær Magnason úr ljóðabók sinni Bónusljóð og sögunni um Bláa hnöttinn. Myndir í myndasafni.

dagur isl tungu 

9. bekkur í Danmörku

Ritað .

17 stúlkur í 9. bekk Ingunnarskóla eru staddar í Skive í Danmörku til að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um menningu, börn, sjálfbærni og list ásamt nemendum á sama aldri frá Skive. Þessi ráðstefna er fyrir fullorðna en nemendahópurinn tekur þátt sem fulltrúar ungu kynslóðarinnar. Áður en hópurinn lagði af stað hafði hann undirbúið sig með því að fá gestakennara frá Myndlistaskóla Reykjavíkur sem unnu á skapandi hátt með hópinn að verkefnum sem tengjast þema ráðstefnunnar.

Okkar nemendur eru búnir að standa sig frábærlega, voru með kynningar og tóku þátt í vinnusmiðjum í Álaborg í gær og en í dag er hópurinn á leið á ráðstefnu í Árósum og verður einnig með kynningu þar og tekur þátt í vinnusmiðjum ásamt fullorðnum þátttakendum sem koma víðsvegar að. Í dag ætlum við einnig að skoða listasafn í Árósum en þar er t.d. áberandi verk eftir Ólaf Elíasson. Á morgun fer hópurinn í skoðunarferð  ásamt dönsku félögunum sem þau eru að vinna með. Okkar nemendur gista hjá dönskum nemendum og fá því einnig tækifæri til að kynnast dönskum heimilum og mynda góð tengsl.

Dagskrá

Myndir úr ferðinni er að finna í myndasafni skólans.

3

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |