1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Skóladagatal 2017 - 2018

Ritað .

Við vekjum athygli á því að drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2017 - 2018 er komið inn á heimasíðu Ingunnarskóla.

Það er að finna hér.

Fjör á Tankadeginum

Ritað .

Í dag var Tankadagurinn haldinn hátíðlegur. Byrjað var á samveru kl. 9 þar sem Ingunnarskóli fékk Grænfánann afhentan í fjórða sinn. Iðunn í 6.b las upp umhverfissáttmála skólans og síðan var sungið og dansað.

Nemendum hafði verið skipt í aldursblandaða hópa sem fóru á milli stöðva þar sem boðið var upp á alls kyns skemmtileg verkefni  eins og fuglafit, dansleikir, íþróttafjör, bingó, spurningakeppni, byggja tanka og Minute-to-win-it keppni. 

Hápunktur dagsins var kökukeppnin sem nemendur í 6.-10. bekk gátu tekið þátt í og bárust margar flottar og girnilegar kökur og átti dómnefndin mjög erfitt með að velja þrjár bestu kökurnar. Að lokum var boðið upp á pylsur og safa og allir fóru glaðir heim eftir góðan dag. 

Fleiri myndir frá Tankadeginum er að finna í myndasafni.

IMG 0127

Tankadagurinn á föstudag

Ritað .

Næstkomandi föstudag, 27. október verður hinn árlegi Tankadagur haldinn hátíðlegur í skólanum. Þetta er skertur skóladagur þannig að nemendur skólans eru búnir á hádegi eftir hádegismat. Þeir nemendur sem eru að fara í Stjörnuland verða hérna í skólanum þangað til að þau verða sótt af starfsmönnum Stjörnulands.

Nemendur 1.-6. bekkjar mæta skv. stundatöflu niður á svæði og nemendur 7.-10. bekkjar eiga að vera mættir á sitt heimasvæði kl. 8:50. ATH, þetta er breyting frá venjulegum mætingartíma 7.-10. bekkjar á föstudögum. 

Nemendum 2.-10. bekkjar er skipt niður í litahópa og flakka þeir á milli stöðva sem verða settar upp víðsvegar um skólann. Gaman væri ef krakkarnir gætu komið klædd skv. litahópnum sínum. 1. bekkur verður ásamt sínum umsjónarkennara í samsvarandi stöðvum á sínu svæði.

Nesti verður borðað kl. 10:10 á þeirri stöð sem krakkarnir eru á. Nauðsynlegt er því að koma með nestið í poka sem þau geta auðveldlega farið með á milli stöðva. 

Kökukeppnin sívinsæla fyrir 6.-10. bekk verður á dagskrá og hvetjum við sem flesta til að taka þátt. Krakkarnir eiga að stilla þeim upp á borð sem verður sett upp í mötuneytinu. Síðan mun dómnefnd dæma og veita verðlaun fyrir 1.-3. sætið.

IMG 0040 Large

Vetrarfrí

Ritað .

Dagana 19., 20. og 23. október er vetrarfrí í skólanum. Þessa daga er engin kennsla í Ingunnarskóla. Kennsla hefst síðan aftur skv. stundatöflu þriðjudaginn 24. október.

Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu, nánari upplýsingar er að finna hér.

Við óskum nemendum og starfsfólki skólans ánægjulegra vetrarfrísdaga. Við vonumst til að nemendur njóti leyfisins sem allra best og komi hressir og kátir í skólann að því loknu.

Clipart Family 30

Nýir skápar

Ritað .

Nú í vetrarfríinu verða nýju skáparnir loksins settir upp. Þegar nemendur mæta aftur til skóla þriðjudaginn 24. október verður búið að raða þeim niður á nýju skápana. Hengdir verða upp nýjir skápalistar þar sem allir geta séð hvaða skáp þeir fengu úthlutað.

Við fáum 360 skápa sem þýðir að allir nemendur í 3.-10. bekk fá skápa. Því miður verður ekki hægt að láta alla nemendur í 2. bekk fá skáp og verða þeir sem fá ekki skáp með hólf inní fatahengi með 1. bekk. Til að gæta sanngirni verður dregið út hvaða nemendur í 2. bekk fá skáp.

Það er mjög mikilvægt að allir nemendur tæmi skápinn sinn í lok skóladags á morgun þar sem gömlu skáparnir verða teknir burt. Við höfum ekki tök á að merkja sérstaklega það sem eftir verður í skápunum. Ef eitthvað verður eftir þá verður hægt að nálgast það í óskilamunum.

locker clipart 3

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |