1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Vetrarfrí

Ritað .

Dagana 15. og 16. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Fjölmargt verður í boði fyrir alla fjölskylduna um alla borg í vetrarfríinu; smiðjur, leikir og spil í frístundamiðstöðvum, alls slags þrautir að leysa saman hjá söfnunum, opin íþróttahús, ratleikir, frítt í sund og margt, margt fleira.

Mælum með að sem flestir kynni sér dagskrá sem verður í boði í frístundamiðstöðum, bókasafna og menningarstofnana og hafi það sem allra best í vetrarfríinu.

snowman clipart preschool 1

Öskudagur í Ingunnarskóla

Ritað .

Í dag var haldið upp á öskudaginn í Ingunnarskóla.  Þetta var skertur dagur en það þýðir að nemendur voru í skólanum til hádegis.  

Boðið upp á ýmislegt til skemmtunar. Nemendum var skipt í fjóra hópa og var hver hópur í 30 mínútur á ákveðinni stöð. Á einni stöðinni var boðið upp á danskennslu, á annarri bingó, á þeirri þriðju var skrímslastöð og að lokum var kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttasalnum.  Að þeim loknum gæddu nemendur sér á pylsum í mötuneytinu.

Nemendur mættu í allskonar múnderingum og gaman að sjá hversu hugmyndaríkir nemendur voru með búningana sína

Fleiri myndir frá öskudeginum er að finna í myndasafni skólans.

IMG 0026

Öskudagsball fyrir 1.-4. bekk

Ritað .

Útskriftarnefnd 10. bekkjar mun halda Öskudagsball fyrir 1.-4. bekk á miðvikudaginn 14. febrúar kl. 17:00-18:30 í Ingunnarskóla.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er andlitsmálning, gos og nammipoki.

Allur ágóði rennur í útskriftarsjóð 10. bekkjar.

oskudagur

Menningarmót í 5. og 9. bekk

Ritað .

Í dag var haldið menningarmót í 5. og 9. bekk þar sem nemendur kynntu áhugamál sín og tómstundir. Það var gaman að sjá fjölbreytnina í kyningunum og fá innsýn í líf nemenda utan skólans. Hægt er að skoða myndir á myndasíðum bekkjanna.

menningarmot18

 

Framhaldsskólakynning 1. febrúar

Ritað .

Fimmtudaginn 1. febrúar kl: 17-18:30 verður haldin  kynning á öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Kynningin fer fram á miðrými og hátíðarsal  Árbæjarskóla. Alls mæta 12 skólar.

Hvet alla 10. bekkinga til að nýta þetta einstaka tækifæri til að kynna ykkur á sama stað námsframboð í öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Bestu kveðjur, Svandís náms- og starfsráðgjafi Ingunnarskóla

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |