1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Ingunnarskóli keppir í Skrekk

Ritað .

Ingunnarskóli tekur þátt í Skrekk í kvöld, miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 20:00. Krakkarnir hafa æft stíft undir dyggri stjórn Ebbu og Erlu og það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur í kvöld.

Í fyrsta skipti var rafræn miðasala fyrir áhorfendur og hefur salan gengið mjög vel. Yfir 40 nemendur frá Ingunnarskóla ætla að mæta í Borgarleikhúsið í kvöld og hvetja krakkana áfram.

Rúta fyrir áhorfendur fer frá Ingunnarskóla á slaginu kl. 19:00. Það er skylda að fara með rútunni á Skrekk þar sem starfsmenn frá Skrekk mæta í rútuna áður en haldið verður inn í Borgarleikhúsið og tala við krakkana. Það er frítt í rútuna fyrir áhorfendur.

Rútan mun síðan keyra alla heim aftur í Ingunnarskóla að keppni lokinni. 

Hægt er að horfa á beina útsendingu af keppninni inn á www.ungruv.is

Miðasala á Skrekk

Ritað .

Skrekkur, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fer fram í næstu viku og keppir Ingunnarskóli miðvikudaginn 7.nóvember. Þetta er sviðslistahátíð þar sem unglingarnir okkar í skólanum og frá öðrum grunnskólum borgarinnar sýna eigin sköpunarverk á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Hópur frá skólanum okkar mun taka þátt með verk sem þau hafa unnið að frá því í haust. Það er mikilvægt fyrir Skrekkshópinn að hafa sitt fólk í salnum og líka spennandi fyrir unglingana að sjá hvað krakkar í öðrum skólum borgarinnar bera á borð. Þetta er stærsti unglingaviðburður ársins hjá borginni.

Í vikunni verða seldir miðar á viðburðinn fyrir áhorfendur í 8.-10. bekk í sal.

Í ár höfum við ákveðið að taka þátt í tilraunaverkefni um að hafa miðasöluna fyrir undankeppni Skrekks á Tix.is. Þetta er skref í að gera miðsöluna rafræna og aðgengilegri fyrir unglinga og foreldra þeirra. 

Miðinn mun kosta 1000 krónur og opnar miðasalan kl. 15:00 þriðjudaginn 30. október.

Linkur á tix: www.tix.is/ingunnarskoli

Við viljum hvetja ykkur til að tryggja ykkar barni miða sem fyrst því þeir miðar sem ekki seljast hjá okkar skóla verða seldir öðrum skólum. 

Athugið að allir þeir nemendur sem ætla að fara á Skrekk eiga líka að borga 500 krónur til ritara fyrir rútu til og frá Skrekk. Greiðslan er því í tvennu lagi, annars vegar að kaupa miða í gegnum tengilinn hér að ofan, síðan að borga fyrir rútu hjá ritara skólans. Heildarverð fyrir áhorfendur verður því 1.500 krónur.

Kaffispjall hefst í næstu viku

Ritað .

Í næstu viku byrjum við með með morgunspjall með foreldrum í Ingunnarskóla eins og við höfum haft undanfarin ár.  Sú breyting verður að við dreifum árgöngunum á nokkrar vikur í stað þess að hafa kaffispjall fyrir alla árganga í sömu vikunni.

Við hefjum kaffispjallið með foreldrum nemenda 5.-6. bekkjar miðvikudaginn 31. október. Markmiðið með fundunum er að foreldrar fái tækifæri til að tjá sig um skólastarfið við stjórnendur og hitta aðra foreldra.  

Morgunspjallið verður á kaffistofu starfsmanna í tónmenntastofu skólans frá kl. 8:15-9:00.

     Miðvikudaginn 31. október er spjall fyrir foreldra í 5.-6. b
     Miðvikudaginn 7. nóvember er spjall fyrir foreldra í 3.-4. b. 
     Miðvikudaginn 14. nóvember er spjall fyrir foreldra í 1.-2. b.
     Miðvikudaginn 21. nóvember er spjall fyrir foreldra í 7. b.
     Fimmtudaginn 22. nóvember er spjall fyrir foreldra í 8.-10. b.

Með von um að sem flestir hafi tækifæri á að koma.

coffee clipart free coffee cup clipart

Viðtöl og vetrarfrí

Ritað .

Miðvikudaginn 17. október eru foreldraviðtöl í skólanum og því er engin kennsla þann dag.  Viljum benda foreldrum á að nemendur 2.-10. bekkjar eiga að mæta í viðtölin með foreldrum sínum. Einhverjir kennarar þurftu að hafa viðtölin sín fyrr (10.b og hluti 7.b).  Nú ættu allir að vera búnir að bóka tíma en ef það hefur eitthvað misfarist þá endilega hafa samband við skólann.

Dagana 18.-22. október er síðan vetrarfrí í Ingunnarskóla og því enginn skóli þá daga.  Kennsla hefst aftur skv. stundatöflu þriðjudaginn 23. október.  Við vonumst til að nemendur njóti leyfisins sem allra best og komi hressir og kátir í skólann að loknu leyfi.

friends and family clip art family together png WPd4Ta clipart

Bleiki dagurinn

Ritað .

Föstudaginn 12. október er Bleiki dagurinn og við ætlum að taka þátt í því og mæta bleikum fötum í þann dag.

Gaman væri ef sem flestir nemendur gætu tekið þátt í þessu með okkur.

81226438 8e33 420c 9992 030acaf1a858

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |