1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Poppum upp lesturinn

Ritað .

Næstu þrjár vikur, frá og með mánudeginum 9. apríl, ætlum við í Ingunnarskóla að halda áfram að sinna heimalestrinum vel með dyggri aðstoð og hvatningu foreldra. Nemendur skrá mínúturnar sem þeir lesa heima á hverjum degi á popp sem þeir geyma í lestrarbókinni sinni og afhenda það næstu mánudaga. Fyrstu skil eru mánudaginn 16.apríl og fá nemendur afhent nýtt popp í hverri viku fyrir sig til að skrá mínúturnar. Hjalti, kennari í 5.bekk, er búinn að útbúa stóran pott sem verður settur á vegginn í matsalnum og poppbókamerkin verða sett á vegginn fyrir ofan pottinn.

Árgangarnir ætla að safna poppmaís í krukkur í staðinn fyrir þær mínútur sem eru lesnar, bæði heima og í skólanum, sem við endum svo með á að poppa og borða.

Við biðjum foreldra yngstu barnanna að aðstoða þau við útreikning á samanlögðum mínútum sem þau hafa lesið í vikunni og skrá á poppið.

popp

Blár dagur á morgun

Ritað .

Á morgun, föstudaginn 6. apríl, ætlum við að hafa bláan dag í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2. apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu. Í ár bar 2. apríl upp á annan dag páska og því ákvaðum við að mæta í bláu á morgun í staðinn.

Vonandi koma sem flestir bláklæddir í skólann á morgun.

Foreldrakynning: Hugarfrelsi – aðferðir sem virka!

Ritað .

Þann 12. apríl kl. 20 verður haldinn fyrirlestur fyrir foreldra og aðstandendur í Ingunnarskóla.

Hugarfrelsi – aðferðir sem virka!

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynna einfaldar og gagnlegar aðferðir sem foreldrar geta nýtt með börnum sínum til að auka vellíðan, hamingju og gleði. 

Aðferðirnar hafa reynst börnum og unglingum vel til að koma auga á styrkleika sína, efla sjálfsmyndina og jákvæða hugsun. Aðferðirnar hjálpa þeim sem eiga erfitt með einbeitingu, svefn, eru kvíðin og óörugg. 

Fyrirlesturinn er byggður á bókum Hugarfrelsis. Á fyrirlestrinum eru kynntar aðferðir Hugarfrelsis sem nýtast foreldrum í uppeldinu til að efla barnið sitt á margvíslegan máta með sjálfsstyrkingu, öndun, slökun og hugleiðslu svo það megi blómstra sem einstaklingur. Einnig hjálpa aðferðirnar til að fjölga gæðastundum og auka kyrrð og ró fjölskyldunnar.

Hrafnhildur og Unnur hafa undir nafninu Hugarfrelsi gefið út fjölbreytt efni til að bæta andlega og líkamlega líðan. Þær hafa einnig staðið fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum fyrir börn, foreldra og fagfólk þar sem áhersla er lögð á sjálfsstyrkingu, öndun, slökun og hugleiðslu. Aðferðir Hugarfrelsis hafa verið innleiddar í fjölda leik-, grunn- og framhaldsskóla. Ef þú vilt efla þig sem foreldri og læra einfaldar aðferðir sem þú getur nýtt í uppeldinu þá er þessi fyrirlestur tilvalinn fyrir þig!

28783375 10214945722892888 4328336301376929792 n

Kaffispjall í næstu viku

Ritað .

Í næstu viku verðum við með morgunspjall með foreldrum allra árganga í Ingunnarskóla eins og við höfum haft undanfarin ár.  Við hefjum kaffispjallið með foreldrum nemenda 1.-2. bekkjar mánudaginn 9. apríl. Markmiðið með fundunum er að foreldrar fái tækifæri til að tjá sig um skólastarfið við stjórnendur og hitta aðra foreldra.  

Morgunspjallið verður á kaffistofu starfsmanna í stjórnunarrými skólans frá kl. 8:15-9:00.

     Mánudaginn 9. apríl er spjall fyrir foreldra í 1.-2. b.
     Þriðjudaginn 10. apríl er spjall fyrir foreldra í 3.-4. b. 
     Miðvikudaginn 11. apríl er spjall fyrir foreldra í 5.-6. b.
     Fimmtudaginn 12. apríl er spjall fyrir foreldra í 7. b.
     Föstudaginn 13. apríl er spjall fyrir foreldra í 8.-10. b.

Með von um að sem flestir hafi tækifæri á að koma.

19799926 coffee clipart ta17af43d

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |