1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Heimsókn í Hafnarhúsið

Ritað .

Nemendur í 8.b í Myndlistarvali fóru að skoða Erró sýninguna í Hafnarhúsinu. Sýningin var með klippimyndir og kvikmyndir sem sýna hvernig Erró, Guðmundur Guðmundsson, skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu.

Þar að auki skoðuðu krakkarnir listasýning af íslenskri samtímalistasögu.

Myndir frá heimsókninni er að finna hér.

IMG 6641 Large

Vetrarfrí

Ritað .

Dagana 15. og 16. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Fjölmargt verður í boði fyrir alla fjölskylduna um alla borg í vetrarfríinu; smiðjur, leikir og spil í frístundamiðstöðvum, alls slags þrautir að leysa saman hjá söfnunum, opin íþróttahús, ratleikir, frítt í sund og margt, margt fleira.

Mælum með að sem flestir kynni sér dagskrá sem verður í boði í frístundamiðstöðum, bókasafna og menningarstofnana og hafi það sem allra best í vetrarfríinu.

snowman clipart preschool 1

Öskudagur í Ingunnarskóla

Ritað .

Í dag var haldið upp á öskudaginn í Ingunnarskóla.  Þetta var skertur dagur en það þýðir að nemendur voru í skólanum til hádegis.  

Boðið upp á ýmislegt til skemmtunar. Nemendum var skipt í fjóra hópa og var hver hópur í 30 mínútur á ákveðinni stöð. Á einni stöðinni var boðið upp á danskennslu, á annarri bingó, á þeirri þriðju var skrímslastöð og að lokum var kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttasalnum.  Að þeim loknum gæddu nemendur sér á pylsum í mötuneytinu.

Nemendur mættu í allskonar múnderingum og gaman að sjá hversu hugmyndaríkir nemendur voru með búningana sína

Fleiri myndir frá öskudeginum er að finna í myndasafni skólans.

IMG 0026

Öskudagsball fyrir 1.-4. bekk

Ritað .

Útskriftarnefnd 10. bekkjar mun halda Öskudagsball fyrir 1.-4. bekk á miðvikudaginn 14. febrúar kl. 17:00-18:30 í Ingunnarskóla.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er andlitsmálning, gos og nammipoki.

Allur ágóði rennur í útskriftarsjóð 10. bekkjar.

oskudagur

Menningarmót í 5. og 9. bekk

Ritað .

Í dag var haldið menningarmót í 5. og 9. bekk þar sem nemendur kynntu áhugamál sín og tómstundir. Það var gaman að sjá fjölbreytnina í kyningunum og fá innsýn í líf nemenda utan skólans. Hægt er að skoða myndir á myndasíðum bekkjanna.

menningarmot18

 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |