Skip to content

Bátaleikarnir

Nemendur í 6.bekk Ingunnarskóla tóku þátt í eTwinning verkefninu Bátaleikarnir 2021.  eTwinning verkefnið er unnið í samstarfi skóla á Íslandi og á meginlandi Evrópu.

Bátaleikarnir eru STEM áskorun sem er ætlað að örva rökhugsun barnanna með þrautalausnum og sköpun. Markmiðið er að búa til bát sem getur siglt 300-350 metra leið. Bátunum var siglt á Reynisvatni og báturinn sem vann leikana var 30 mínútur að sigla yfir vatnið.

Þetta verkefni var unnið í anda Austur – Vestur og voru samstarfsskólar okkar Ingunnarskóli og Vesturbæjarskóli ásamt skólum frá Svíþjóð og Finnlandi.

Í dag var svo fjarfundur með skólunum þar sem hver skóli sagði frá hvernig til tókst.

Tengill inn á myndbandið
Myndbandið er á ensku