Skip to content

Brúarsel

Brúarsel starfar undir stjórn Brúarskóla og fer kennslan fram í færanlegu stofunum við norðurhlið Ingunnarskóla. Brúarskóli er úrræði fyrir börn með geð- og hegðunarerfiðleika. Þetta er alltaf tímabundið úrræði og alltaf er stefnt að því að aðlaga nemendur aftur inn í sinn heimaskóla.

Í Brúarseli er gert ráð fyrir nemendum á miðstigi (4.-7.bekkur) og allt að 4-8 nemendum í einu. Nú í upphafi eru 3 nemendur í 4.-6. bekk skráðir í Selið. Nemendur frá Grafarholti, Árbæ, Ártúni, Norðlingarholti, Úlfarsárdal og Breiðholti hafa aðgang að þessu úrræði.

Kennsla í Brúarseli er með hefðbundnu sniði. Bókleg kennsla er í höndum umsjónarkennara í húsnæði Brúarsels en nemendur sækja verklegar greinar í Ingunnarskóla og nýta mötuneyti skólans. Nemendur í Brúarseli eru gjarnan áfram í tengslum við heimaskóla sinn og fylgja bekknum sínum þar í valda tíma. Þetta fyrirkomulag er þó einstaklingsbundið og sérsniðið að hverjum nemanda. Hvatningakerfi og sjónrænt skipulag skipta miklu í daglegu starfi.

Skólavist nemenda í Brúarseli er einstaklingsbundin og það metið á reglulegum fundum hversu lengi hver nemandi er í Brúarseli. Algengt er að nemendur séu eina til tvær annir í Brúarseli og þá leiddir aftur út í heimaskóla sína. Náið samstarf er við heimaskóla nemenda.

Skóladagurinn hefst klukkan 8:10 og lýkur kl. kl. 13:10.

Í Brúarseli starfa deildarstjóri, kennarar og stuðningsfulltrúi.