Skip to content
03 apr'20

Gleðilega páska

Nemendur fara í páskaleyfi eftir föstudaginn 3. apríl og hefst skólastarf aftur þriðjudaginn 14. apríl samkvæmt skipulagi sem sent hefur verið. Skrifstofa skólans verður lokuð í páskaleyfinu. Við óskum nemendum og foreldrum gleðilegra páska og vonum að þið njótið frísins sem allra best. Kær kveðja Starfsfólk Ingunnarskóla  

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars…

Nánar
13 mar'20

Í ljósi frétta dagsins

Kæru foreldrar og forráðamenn Í ljósi frétta dagsins er ljóst að margar spurningar vakna varðandi skólagöngu barna ykkar hér í Ingunnarskóla. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með upplýsingum frá okkur en við munum senda ykkur upplýsingar um leið og við fáum tilmæli varðandi fyrirkomulag skólahalds frá skólayfirvöldum. Kveðja, skólastjórnendur Ingunnarskóla.

Nánar
12 mar'20

Fréttir frá Reykjum og heimkoma

Vorum að heyra frá kennurunum á Reykjum sem höfðu ekkert nema góðar fréttir af krökkunum að segja. Ferðin gengur mjög vel og eru krakkarnir að haga sér mjög vel fyrir utan smá næturbrölt 😊 Þau eru mörg hver orðin þreytt enda ekki við öðru að búast þar sem þau eru búin að vera á fullu…

Nánar
10 mar'20

Fréttir frá Reykjum

Heyrðum í Hjalta kennara frá Reykjum áðan og hann sagði að ferðin gengi mjög vel. Sólin var byrjuð að skína í Hrútafirðinum sem var mjög gott því það er nokkuð kalt þarna. Krakkarnir eru búnir að vera til fyrirmyndar fyrir utan smá matvendni í hópnum og eiga þau eflaust eftir að skemmta sér mjög vel.

Nánar
26 feb'20

Starfsdagur og vetrarfrí

Dagana 27.-28 febrúar og 2. mars er starfsdagur og vetrarfrí í Ingunnarskóla og því engin kennsla í þessa daga. Í vetrarfríinu bjóða frístundamiðstöðvar og söfnin í borginni upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna endurgjaldslaust. Í öllum frístundamiðstöðvum miðast viðburðir við þarfir fjölskyldunnar og verður boðið upp á spil, föndur, smiðjur, klifur og útieldun þar…

Nánar
25 feb'20

Öskudagur á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 26. febrúar, er öskudagur og viljum við minna á að það er skertur dagur í Ingunnarskóla. Skólastarfið hefst klukkan 9:00 og lýkur um klukkan 11:30. Boðið verður upp á gæslu á svæðunum fyrir yngri nemendur frá klukkan 8:00. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur en gott væri ef þau kæmu með…

Nánar
25 feb'20

Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2020 – 1.-3. bekkur

Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi, föstudaginn 21. febrúar. 41 sveit, frá 19 skólum, tók þátt í mótinu.  Tefldar voru 8 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartíma 5:03. A-sveit Lindaskóla vann yfirburðasigur, fékk 31 vinning af 32 mögulegum eða tæp 97%. A-sveit Rimaskóla kom næst með 23 ½ vinning og…

Nánar
13 feb'20

Veður viðvaranir fyrir morgundaginn, föstudag 14. febrúar

Aftakaveður á morgun – fólk hvatt til að halda sig heima English below Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn…

Nánar