Skip to content

Dagur íslenskrar tungu

Í dag héldum við hátíð í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Dagskráin var fjölbreytt að vanda og hófst með ávarpi Guðlaugar Erlu skólastjóra en eftir það fluttu nemendur í fjórða bekk verk í tali og tónum undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur TTS kennara og var það einstaklega fallegt og vel heppnað. Síðan las Iðunn Ingvarsdóttir ljóðið Hvað er ástin eftir bræðurna Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson.

Það er hefð fyrir því að þann dag eru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir framlag nemenda í ljóða- og smásagnasamkeppni Ingunnarskóla. Að þessu sinni fengu 22 nemendur viðurkenningu fyrir sitt framlag en vinningshafar voru Tinna Björk Bergsdóttir 10. bekk, Hrannar Andri Zoéga Björnsson 5. bekk og Hjalti Tómas Gunnarsson 2. bekk. Að lokum las Bergrún Íris Sævarsdóttir úr bók sinni Lang elstur í bekknum og var gaman að sjá hvað bæði nemendur og kennarar skemmtu sér vel yfir lestrinum. Fleiri myndir á myndasíðu.