1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Félags- og tómstundastarf

Frístundaheimilið Stjörnuland

Stjörnuland er frístundaheimili ætlað börnum í 1. - 4. bekk.  Það opnar eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og er opið til 17:15.  Stjörnuland er við Kirkjustétt 2-6 og er aðstaðan til fyrirmyndar. Starfsemi Stjörnulands er með margvíslegum hætti þar sem reynt er að mæta öllum þörfum barnanna.

Síminn hjá Stjörnulandi er 695-5091 og 411-5825 og er símatími frá kl.09:00-13:00.

Opnunartími Stjörnulands er frá skólatíma loknum til kl. 17.15. Á starfsdögum kennara, foreldradögum, jóla- og páskaleyfi er opið frá kl. 08:00-17:15. Skrá þarf börnin sérstaklega fyrir þá daga. Borga þarf aukagjald frá kl. 08:00 - 13.30,

Félagsmiðstöðin Fókus

Félagsmiðstöðin Fókus er í húsnæði við Kirkjustétt 2-4 og er opið tvö til þrjú kvöld í viku.

Allir unglingar 8.- 10. bekkjar sem búa í Grafarholti eru velkomnir til að taka þátt í starfinu.

Auk þess er boðið upp á starf fyrir börn í 5. - 7. bekk og er opið einu sinni í viku í húsnæði Fókus. 

Félagsmiðstöðin vinnur eftir forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar og ÍTR. Félagsmiðstöðin hefur að leiðarljósi fimm gildi sem alltaf er unnið eftir, þau eru:

Jákvæðni - Samvinna - Traust - Fagmennska - Virðing

Inn á heimasíðunni er hægt að skoða dagskrár og uppákomur, myndir o.fl. frá starfinu.

Starfsmenn Fókus hvetja foreldra í Grafarholtinu til samstarfs.

Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 411-5820.

Upplýsingar um annað tómstundastarf er að finna á Upplýsingagátt á heimasíðu skólans

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |