Skip to content

Fréttir frá Reykjum og heimkoma

Vorum að heyra frá kennurunum á Reykjum sem höfðu ekkert nema góðar fréttir af krökkunum að segja. Ferðin gengur mjög vel og eru krakkarnir að haga sér mjög vel fyrir utan smá næturbrölt 😊

Þau eru mörg hver orðin þreytt enda ekki við öðru að búast þar sem þau eru búin að vera á fullu allan tímann.

Það er mikil spenna fyrir kvöldinu í kvöld en framundan er hárgreiðslukeppnin þar sem stúlkurnar greiða drengjunum. Þau eru núna að leita sér að efni til að nota í greiðslurnar og heyrst hefur að einhverjir séu að leita sér að sjávarfangi til að nota.

Eftir keppnina er svo ball sem krakkarnir eru búin að hlakka mikið til.

Þau gera ráð fyrir að leggja af stað tilbaka um hálftólf leytið á föstudaginn og ættu því að vera að renna í hlað í kringum tvö. Við heyrum í þeim þegar þau eru í Borgarnesi og þá ættum við að vita nákvæmari tímasetningu. Við sendum póst til foreldra eftir að þau hafa farið í gegnum Borgarnes.