Jólaföndur í 4. bekk
Nemendur 4. bekkjar eru búin að vera mjög dugleg í jólaföndrinu síðustu daga. Tókum nokkrar myndir af afrakstrinum sem hægt er að skoða hér.
NánarVegna óveðurspár
Von er á óveðri seinnipartinn í dag. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að foreldrar eiga að sækja börn sín í lok skóladags og að lokað verði í frístund. Óskað er eftir að foreldrar/forráðamenn sæki nemendur 1.-4. bekkjar að kennslu lokinni í dag kl. 13:40. Gerum ráð fyrir að nemendur 5.-10. bekkjar geti gengið sjálf heim…
NánarJólaskákmót TR 2019: A-sveit Ingunnarskóla vann bronz í yngsta flokki.
Jólamót TR fór fram sunnudaginn 24. nóvember. Teflt var í þremur flokkum; 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Í yngsta flokki kepptu átta sveitir. Stúlknasveit Rimaskóla vann öruggan sigur með 15 ½ vinning af 24 mögulegum. Jafnar í 2.-3. sæti urðu A-sveit Háteigsskóla og A-sveit Ingunnarskóla með 13 ½ vinning hvor. Þær höfðu einnig…
NánarDagur íslenskrar tungu
Í dag héldum við hátíð í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og hófst með ávarpi Guðlaugar Erlu skólastjóra en eftir það fluttu nemendur í fjórða bekk verk í tali og tónum undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur TTS kennara og var það einstaklega fallegt og vel heppnað. Síðan las Iðunn Ingvarsdóttir ljóðið…
NánarStarfsdagur
Við minnum á að á morgun, föstudaginn 15. nóvember, er starfsdagur í Ingunnarskóla og því engin kennsla þann dag. Sjáumst hress og kát á mánudag.
NánarHaustfrí
Kæru foreldrar/aðstandendur Dagana 24. til 28. október er haustfrí í skólanum. Þessa daga er engin kennsla í Ingunnarskóla. Kennsla hefst síðan aftur skv. stundatöflu þriðjudaginn 29. október. Að því tilefni verða ýmsir viðburðir fyrir alla fjölskylduna og er hægt að nálgast dagskrána hérna í viðhengi. HAUSTFRI 2019 Ingunnarskóli will be closed for Winter Vacation, 24th…
NánarTankadagurinn
Við höldum upp á Tankadaginn miðvikudaginn 22. október. Af því tilefni ætlum við að gera okkur glaðan dag og skemmta okkur saman í leik og starfi. Nemendum er skipt í litahópa þvert á árganga og fara á milli stöðva. Hin árlega kökukeppni er svo hápunktur dagsins en þá mun dómnefnd velja bestu kökurnar. Boðið er…
NánarForeldraviðtöl
Á morgun, fimmtudaginn 17. október, eru foreldraviðtöl í Ingunnarskóla og því engin kennsla þennan dag. Minnum alla sem eiga eftir að skrá sig á foreldraviðtöl að gera það í gegnum Mentor. Nemendur eiga að fylgja foreldrum sínum í viðtölin nema í 1. bekk en þau viðtöl eru bara með foreldrum.
NánarBleiki dagurinn
Föstudagurinn 11. október er Bleiki dagurinn. Þennan dag eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Við í Ingunnarskóla ætlum að taka þátt í því og mæta bleikum fötum í þann dag. Gaman væri…
NánarNýir Vinaliðar taka til starfa
Vinaliðar voru valdir af bekkjarfélögum sínum í síðustu viku og tóku til starfa í morgun. Vinaliðar eru kjörnir tvisvar á ári, í byrjun september og í janúar. Hlutverk þeirra er að skipuleggja og bjóða upp á leiki og hreyfingu í frímínútum en aðalmarkmið Vinaliðaverkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á…
Nánar