Skip to content
26 feb'20

Starfsdagur og vetrarfrí

Dagana 27.-28 febrúar og 2. mars er starfsdagur og vetrarfrí í Ingunnarskóla og því engin kennsla í þessa daga. Í vetrarfríinu bjóða frístundamiðstöðvar og söfnin í borginni upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna endurgjaldslaust. Í öllum frístundamiðstöðvum miðast viðburðir við þarfir fjölskyldunnar og verður boðið upp á spil, föndur, smiðjur, klifur og útieldun þar…

Nánar
26 feb'20

Öskudagur í Ingunnarskóla

Það var líf og fjör á öskudeginum í Ingunnarskóla í dag. Allskyns furðuverur mættu í skólann og var gaman að sjá í hversu fjölbreyttum búningum krakkarnir komu í. Nemendum var skipt upp í hópa sem fóru á milli stöðva. Á einni stöðinni var spilað bingó og á annarri var búið til glæsilegt vegglistaverk sem prýðir…

Nánar
25 feb'20

Öskudagur á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 26. febrúar, er öskudagur og viljum við minna á að það er skertur dagur í Ingunnarskóla. Skólastarfið hefst klukkan 9:00 og lýkur um klukkan 11:30. Boðið verður upp á gæslu á svæðunum fyrir yngri nemendur frá klukkan 8:00. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur en gott væri ef þau kæmu með…

Nánar
25 feb'20

Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2020 – 1.-3. bekkur

Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi, föstudaginn 21. febrúar. 41 sveit, frá 19 skólum, tók þátt í mótinu.  Tefldar voru 8 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartíma 5:03. A-sveit Lindaskóla vann yfirburðasigur, fékk 31 vinning af 32 mögulegum eða tæp 97%. A-sveit Rimaskóla kom næst með 23 ½ vinning og…

Nánar
13 feb'20

Veður viðvaranir fyrir morgundaginn, föstudag 14. febrúar

Aftakaveður á morgun – fólk hvatt til að halda sig heima English below Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn…

Nánar
05 feb'20

Menningarmót

Í dag voru haldin menningarmót ó 2., 5. og 9. bekk þar sem nemendur kynntu áhugamál sín. Foreldrum var boðið að koma og var gaman að sjá hvað krakkarnir eru með fjölbreytt áhugamál og eru duglegir að stunda íþróttir og fleiri tómstundir. Myndir í myndasafni

Nánar
27 jan'20

Upptakturinn

Með Upptaktinum, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listnemenda og listamanna. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá og heyra á tónleikum Upptaktsins á opnunardegi Barnamenningarhátíðar sem verður að þessu sinni þann 21. apríl 2020. Upptakturinn er…

Nánar
23 jan'20

Gul viðvörun til kl. 15

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag, fimmtudag. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóladags, meðan gul viðvörun er í gildi. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk A yellow weather warning…

Nánar
20 des'19

Jólakveðja

Starfsfólk Ingunnarskóla sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir samstarfið á árinu. Hlökkum til að sjá nemendur aftur í skólanum föstudaginn 3. janúar 2020. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá.

Nánar