Skip to content
27 nóv'20

Foreldradagur Heimilis og skóla 2020

Í ljósi aðstæðna verður Foreldradagur Heimilis og skóla með öðru sniði þetta árið og boðið verður upp á glæný og spennandi erindi fyrir foreldra og aðra áhugasama á netinu. Þau verða í boði frá og með 27. nóvember nk. fyrir ykkur til að horfa þegar hentar. Við fengum til liðs við okkur frábæra fyrirlesara sem…

Nánar
25 nóv'20

Gul veðurviðvörun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið frá klukkan 20 í kvöld til 2 í nótt og aftur um hádegið á morgun. Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hefur verið uppfært. í þeim er unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofa Íslands og í samræmi við það er farið yfir hlutverk foreldra/forsjáraðila. Vinsamlegast kynnið ykkur leiðbeiningar…

Nánar
16 nóv'20

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík

Undanfarin ár hafa Íslenskuverðlaun unga fólksins verið afhent á Degi íslenskrar tungu við hátíðlega athöfn í Hörpu en því miður var ekki hægt gert það að þessu sinni. Skólunum var því falið að afhenda verðlaunin hver með sínum hætti. Tveir nemendur Ingunnarskóla fengu verðlaunin að þessu sinni, þeir Hjalti Tómas Gunnarsson í 3. bekk og…

Nánar
31 okt'20

Starfsdagur mánudaginn 2. nóvember

Í ljósi aðstæðna hefur Skóla- og frístundasvið ákveðið að mánudagurinn 2. nóvember verði starfsdagur í öllum grunnskólum Reykjavíkur og því verður engin kennsla þann dag. Þetta er gert til að stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans gefist svigrúm til að undirbúa skólastarfið í samræmi við vinnureglur frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og sóttvarnalækni. Á mánudag, þegar…

Nánar
30 okt'20

Hrekkjavaka

Mikið fjör var hjá okkur í Ingunnarskóla í dag í tilefni hrekkjavökunnar. Nemendur máttu koma klædd í allskonar búninga, náttföt eða kósýgalla og koma með sparinesti. Sumir voru búnir að skreyta stofurnar sínar sem litu mjög skelfilega út. Gaman var að sjá hvað krakkarnir tóku vel í þetta og höfðu gaman af þessari skemmtilegu tilbreytingu.…

Nánar
28 okt'20

Morgunhiminn

Hann var fallegur himininn yfir skólanum þegar við mættum aftur eftir vertarfrí.

Nánar
21 okt'20

Vetrarleyfi og fleiri upplýsingar

Nú er óvenjulegri skólaviku að ljúka hérna í Ingunnarskóla þar sem nemendur 9.b eru búnir að vera í sóttkví og nemendur 8.b og 10.b eru búnir að vera með skerta kennslu þar sem stór hluti kennara á unglingastigi var einnig í sóttkví. Þeir sem eru í sóttkví núna fara á morgun í sýnatöku og vonum…

Nánar
21 okt'20

Þátttaka í Menntakviku

Ingunnarskóli, Selásskóli og Vesturbæjarskóli vinna sama að þróunarverkefninu AUSTUR-VESTUR Sköpunar- og tæknismiðjur. Föstudaginn 2. október var sérstök málstofa á Menntakviku Háskóla Íslands tileinkuð verkefninu en Rannsóknarstofa um upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) og Rannsóknarstofa um skapandi skólastarf (RASK) á Menntavísindasviði koma að ráðgjöf og úttekt á verkefninu. Málstofan hét Draumar, framkvæmd og fræði – Sköpunar- og…

Nánar
14 okt'20

Bleiki dagurinn

Í tilefni af því að Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 16. október ætlum við að fagna honum með því að koma í bleikum fötum í skólann. Það væri því gaman ef sem flestir gætu komið í einhverju bleiku í skólann á föstudag.

Nánar
08 okt'20

Íþróttir og sund í Ingunnarskóla

Nú er verið að stöðva alla notkun íþróttahúsa og sundlauga til íþrótta- og sundkennslu til 19. október. Íþrótta- og sundkennslan mun fara fram utandyra. Nemendur eiga því að mæta í útikennslu til sundkennara þegar sundtíminn á að vera. Nemendur 4. bekkjar mæta kl. 13:50 fimmtudaga eða föstudaga í útikennslu í stað 14:30. Vinsamlegast aðstoðið börnin…

Nánar