Skip to content
20 des'19

Jólakveðja

Starfsfólk Ingunnarskóla sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir samstarfið á árinu. Hlökkum til að sjá nemendur aftur í skólanum föstudaginn 3. janúar 2020. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá.

Nánar
20 des'19

Litlu jólin í Ingunnarskóla

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Ingunnarskóla. Nemendur mættu og áttu góða samverustund saman með kennurum. Þau borðuðu sparinesti og hlustuðu á sögu. Að samverustundinni lokinni héldu nemendur 1.-4.b á jólaball í salnum. Við fengum góða gesti í heimsókn, þá Askasleiki og Skyrgám, sem héldu uppi fjörinu í íþróttasalnum. Nemendur 5.-7.b byrjuðu daginn…

Nánar
18 des'19

Jólaball og litlu jól

Fimmtudaginn 19. desember verður jólaball fyrir nemendur 8.-10. bekkjar. Húsið opnar kl. 20:00 og stendur ballið til kl. 23:00. Föstudaginn 20. desember verða litlu jólin fyrir nemendur 1.-10. bekkjar í Ingunnarskóla. Tímasetningar eru eins og hér segir:                 1.-7. bekkur: kl. 09:30 – 11:30.                 8.-10. bekkur: kl. 10:30 – 12:00. Nemendur mega koma með…

Nánar
16 des'19

Fréttir af þróunarverkefni

Síðastliðið vor fékk Ingunnarskóli ásamt Selásskóla og Vesturbæjarskóla styrk frá Þróunarsjóði Reykjavíkurborgar til byggja upp og þróa sköpunar- og tæknismiðjur í skólunum þremur. Hópur kennara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands kemur einnig að verkefninu með ráðgjöf og rannsókn á framvindu þess. Hér má sjá fyrsta fréttabréf verkefnisins.        

Nánar
13 des'19

Jólaföndur í 4. bekk

Nemendur 4. bekkjar eru búin að vera mjög dugleg í jólaföndrinu síðustu daga. Tókum nokkrar myndir af afrakstrinum sem hægt er að skoða hér.

Nánar
10 des'19

Vegna óveðurspár

Von er á óveðri seinnipartinn í dag. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að foreldrar eiga að sækja börn sín í lok skóladags og að lokað verði í frístund. Óskað er eftir að foreldrar/forráðamenn sæki nemendur 1.-4. bekkjar að kennslu lokinni í dag kl. 13:40. Gerum ráð fyrir að nemendur 5.-10. bekkjar geti gengið sjálf heim…

Nánar
26 nóv'19

Jólaskákmót TR 2019: A-sveit Ingunnarskóla vann bronz í yngsta flokki.

Jólamót TR fór fram sunnudaginn 24. nóvember. Teflt var í þremur flokkum; 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Í yngsta flokki kepptu átta sveitir. Stúlknasveit Rimaskóla vann öruggan sigur með 15 ½ vinning af 24 mögulegum. Jafnar í 2.-3. sæti urðu A-sveit Háteigsskóla og A-sveit Ingunnarskóla með 13 ½ vinning hvor. Þær höfðu einnig…

Nánar
22 nóv'19

Dagur íslenskrar tungu

Í dag héldum við hátíð í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og hófst með ávarpi Guðlaugar Erlu skólastjóra en eftir það fluttu nemendur í fjórða bekk verk í tali og tónum undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur TTS kennara og var það einstaklega fallegt og vel heppnað. Síðan las Iðunn Ingvarsdóttir ljóðið…

Nánar
14 nóv'19

Starfsdagur

Við minnum á að á morgun, föstudaginn 15. nóvember, er starfsdagur í Ingunnarskóla og því engin kennsla þann dag. Sjáumst hress og kát á mánudag.

Nánar
23 okt'19

Haustfrí

Kæru foreldrar/aðstandendur Dagana 24. til 28. október er haustfrí í skólanum. Þessa daga er engin kennsla í Ingunnarskóla. Kennsla hefst síðan aftur skv. stundatöflu þriðjudaginn 29. október. Að því tilefni verða ýmsir viðburðir fyrir alla fjölskylduna og er hægt að nálgast dagskrána hérna í viðhengi. HAUSTFRI 2019 Ingunnarskóli will be closed for Winter Vacation, 24th…

Nánar