Skip to content
17 feb'21

Öskudagur í Ingunnarskóla

Það var líf og fjör á öskudeginum í Ingunnarskóla í dag. Allskyns skrýtnir karlar, konur og dýr mættu í skólann og var gaman að sjá í hversu fjölbreyttum búningum krakkarnir komu í. Nemendum var skipt upp í árgangahópa sem fóru á milli stöðva. Á einni stöðinni var spilað bingó og á annarri voru búnir til…

Nánar
15 feb'21

Öskudagsgleði

Miðvikudaginn 17. febrúar verðum við með öskudagsgleði í Ingunnarskóla eins og síðustu ár. Allir að mæta í búningum í skólann. Þetta er skertur dagur og eiga nemendur að mæta kl. 9 í skólann. Boðið er upp á gæslu fyrir nemendur 1.-6. bekkjar frá kl. 8:00 eins og aðra daga. Hafragrauturinn verður á sínum stað þennan…

Nánar
10 feb'21

ÖÐRUVÍSI ÖSKUDAGUR

Hugmyndir á farsóttartímum Gerum okkur dagamun í nærumhverfnu Höldum upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni. Mætum í búningum Brjótum upp á hversdagsleikann með því að mæta öll í búningum. Ungir sem aldnir. Endurvekjum gamlar hefðir Nú er tækifæri að endurvekja gamlar öskudagshefðir eins og að búa til öskudagspoka og slá köttinn…

Nánar
09 feb'21

Aþjóðlegur netöryggisdagur

Við viljum vekja athygli á að í dag, 9. febrúar, er alþjóðlegur netöryggisdagur. SAFT og Heimili og skóli ætla að halda upp á daginn með rafrænni ráðstefnu sem hægt er að horfa á þegar fólki hentar. Boðið er upp á fjölda erinda á netinu um ýmis atriði tengd netnotkun barna og ungmenna í samstarfi við…

Nánar
01 feb'21

Ferðamálaval

Fimmtudaginn 28.janúar fór Ferðamálaval í sína fyrstu ferð. Við fórum á Reykjanesið í fallegu veðri. Við stoppuðum í Grindavík, Brimkatli, Gunnuhver, Reykjanesvita, Brúnni milli heimsálfa, Garðskagavita, aukastopp var ísbúð í Keflavík og lokastoppið var Kálfastrandarkirkja. Þetta var frábær ferð í alla staði. Nemendur voru mjög áhugasamir, spurðu mikið og tóku sér góðan tíma í að…

Nánar
20 jan'21

Grænfánanefnd

Það var glæsilegur hópur nemenda í 7.-10. bekk sem mætti á fyrsta fund Grænfánanefndar skólans í vetur. Við erum búin að sækja um endurnýjun verkefnisins fyrir næstu tvö á og eigum von á úttekt á næstu dögum.

Nánar
18 des'20

Jólakveðja

Starfsfólk Ingunnarskóla sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir samstarfið á árinu. Hlökkum til að sjá nemendur aftur í skólanum mánudaginn 4. janúar 2021. Eins og er vitum við ekki hvernig kennslu verður háttað í janúar. Núverandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar gildir…

Nánar
18 des'20

Litlu jólin

Í dag voru Litlu jólin haldin hátíðleg í Ingunnarskóla. Dagurinn var með öðru sniði en síðustu ár en allir voru glaðir að honum loknum. Nemendur 5.-10. bekkjar héldu Litlu jólin inná svæðunum sínum með umsjónarkennurum. Sumir fóru í spurningakeppni, horfðu á jólamynd og gæddu sér á sparinesti. Nemendur 1.-4. bekkjar gengu í kringum jólatréð og…

Nánar
27 nóv'20

Foreldradagur Heimilis og skóla 2020

Í ljósi aðstæðna verður Foreldradagur Heimilis og skóla með öðru sniði þetta árið og boðið verður upp á glæný og spennandi erindi fyrir foreldra og aðra áhugasama á netinu. Þau verða í boði frá og með 27. nóvember nk. fyrir ykkur til að horfa þegar hentar. Við fengum til liðs við okkur frábæra fyrirlesara sem…

Nánar
25 nóv'20

Gul veðurviðvörun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið frá klukkan 20 í kvöld til 2 í nótt og aftur um hádegið á morgun. Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hefur verið uppfært. í þeim er unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofa Íslands og í samræmi við það er farið yfir hlutverk foreldra/forsjáraðila. Vinsamlegast kynnið ykkur leiðbeiningar…

Nánar