Skip to content

Hrekkjavaka

Mikið fjör var hjá okkur í Ingunnarskóla í dag í tilefni hrekkjavökunnar. Nemendur máttu koma klædd í allskonar búninga, náttföt eða kósýgalla og koma með sparinesti.

Sumir voru búnir að skreyta stofurnar sínar sem litu mjög skelfilega út.

Gaman var að sjá hvað krakkarnir tóku vel í þetta og höfðu gaman af þessari skemmtilegu tilbreytingu.

Fleiri myndir er að finna í myndasafni.