Skip to content

Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2020 – 1.-3. bekkur

Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi, föstudaginn 21. febrúar.
41 sveit, frá 19 skólum, tók þátt í mótinu.  Tefldar voru 8 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartíma 5:03.

A-sveit Lindaskóla vann yfirburðasigur, fékk 31 vinning af 32 mögulegum eða tæp 97%. A-sveit Rimaskóla kom næst með 23 ½ vinning og í þriðja sæti varð A-sveit Háleitisskóla með 21 vinning.

Sveit Ingunnarskóla hlaut 15 ½ vinning = 48% og hafnaði í 27. sæti sem er flottur árangur.

Liðsmenn sveitarinnar voru Róbert Þór, Elías Jökull, Lóa Sigurbjörg, Tómas, Andri Fannar og Heiðar Berg öll úr 3. bekk.

Sólveig Svala Hannesdóttir var traustur liðsstjóri og henni til aðstoðar Gunnar Finnsson skákkennari.

Mótið fór vel fram og var öllum keppendum Ingunnarskóla til sóma.