Skip to content

Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2020

Íslandsmótið fór fram í Rimaskóla helgina 23.-24. maí. 26 sveitir frá 17 skólum tóku þátt í mótinu í flokki 4.-7. bekk. A-sveit Vatnsendaskóla og varð Íslandsmeistari og teflir fyrir Íslands hönd á Norðulandamóti sem fer væntanlega fram í Danmörku í haust.

Ingunnarskóli sendi eitt lið til keppni.  Það var þannig skipað:  Hersir Jón 5.b.,
Hilmar Ingi 4.b., Brynja Sif 4.b. og Breki 5.bekk. Sveitin fékk 14 ½ vinning eða 45% og lenti í 19. sæti. Því miður varð að gefa fjórar fyrstu skákirnar á fjórða borði vegna þess að einn liðsmanna var seinn fyrir af óviðráðanlegum orsökum.
Hersir Jón hlaut 6 vinninga af átta mögulegum eða 75% sem er glæsilegur árangur.

Í flokki 8.-10. bekkjar tóku 22 sveitir frá 16 skólum þátt í mótinu.
Sveit Ölduselsskóla vann yfirburðasigur, fékk 23 ½ vinning og verður því fulltrúi Íslands á Norðurlandamótinu í Danmörku.

Nokkrir skákmenn í 9. bekk Ingunnarskóla dustuðu rykið af taflmönnunum og tóku þátt í mótinu.  Liðið var þannig skipað:  Magnús, Jón Hreiðar, Alexander og Stefán Orri auk Hersis Jóns í 5. bekk.

Sveitin hlaut 14 vinninga af 28 mögulegum eða 50% og hafnaði í 12. sæti sem er flottur árangur miðað við hversu lítið drengirnir hafa teflt að undanförnu.  Stefán Orri fékk 4 vinninga af 6 eða 66% og Hersir Jón 2 vinninga af 3 eða 66%.  Þannig var Hersir Jón með 8 vinninga af 11 í báðum mótunum eða 72%.

Skákkennari