Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík

Undanfarin ár hafa Íslenskuverðlaun unga fólksins verið afhent á Degi íslenskrar tungu við hátíðlega athöfn í Hörpu en því miður var ekki hægt gert það að þessu sinni. Skólunum var því falið að afhenda verðlaunin hver með sínum hætti. Tveir nemendur Ingunnarskóla fengu verðlaunin að þessu sinni, þeir Hjalti Tómas Gunnarsson í 3. bekk og Hrannar Andri Zoéga Björnsson í 6. bekk en þeir voru sigurvegarar í ljóða- og smásagnakeppni Ingunnarskóla á síðasta skólaári. Stjórnendur mættu óvænt í tíma hjá þessum nemendum og sýndu myndband sem gert var af tilefni dagsins ásamt því að afhenda verðlaunin við mikinn fögnuð viðstaddra.

Sjá tengil á myndbandið https://vimeo.com/478829063