Skip to content

Íþróttadagurinn

Í dag var hinn árlegi íþróttadagur haldinn í Ingunnarskóla. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel enda voru veðurguðirnir með okkur í liði eins og venjulega.

Nemendum 1.-7. bekkjar var skipt upp í hópa og nutu allir þess að vera úti í við skemmtilegar þrautir og leiki sem voru á mörgum stöðvum.

Nemendur 8.-9. bekkjar voru í alls kyns íþróttakeppnum inn í íþróttasal.

Í lok dagsins söfnuðust allir saman á skólalóðinni og dönsuðu saman. Að því loknu gæddu allir sér á pylsum úr mötuneytinu.