Skip to content

Jólaball og litlu jól

Fimmtudaginn 19. desember verður jólaball fyrir nemendur 8.-10. bekkjar. Húsið opnar kl. 20:00 og stendur ballið til kl. 23:00.

Föstudaginn 20. desember verða litlu jólin fyrir nemendur 1.-10. bekkjar í Ingunnarskóla.

Tímasetningar eru eins og hér segir:

                1.-7. bekkur: kl. 09:30 – 11:30.

                8.-10. bekkur: kl. 10:30 – 12:00.

Nemendur mega koma með sparinesti (smákökur, bakkelsi en ekki sælgæti) og gosdrykki.

Boðið er upp á gæslu fyrir nemendur 1.-4. bekkjar frá kl. 8:00. Eftir að dagskrá lýkur hefst jólafrí nemenda. Þeir nemendur í 1.-4. bekk sem eiga að fara í Stjörnuland verða í skólanum þangað til þeir eru sóttir af starfsfólki Stjörnulands. Vinsamlegast látið umsjónarkennara eða skrifstofu skólans vita ef nemandi á ekki að fara í Stjörnuland þennan dag.

Ekki verður boðið upp á hafragraut um morguninn né mat í mötuneytinu í hádeginu nema fyrir þá nemendur sem eru að fara í Stjörnuland en þeir fá létta hressingu í hádeginu.