Skip to content

Jólakveðja

Starfsfólk Ingunnarskóla sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir samstarfið á árinu. Hlökkum til að sjá nemendur aftur í skólanum mánudaginn 4. janúar 2021.

Eins og er vitum við ekki hvernig kennslu verður háttað í janúar. Núverandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar gildir til 31. desember. Von er á nýrri reglugerð á næstu dögum og eru líkur á að í henni verði einhverjar tilslakanir. Þar sem þessar upplýsingar liggja ekki fyrir mun skólastarf eftir áramót byrja með sama sniði og hefur verið undanfarnar vikur. Ef um tilslakanir á skólahaldi verður um að ræða munum við endurskoða skipulagið og upplýsa ykkur um hvernig skipulagið verður frá og með þriðjudeginum 5. janúar.

Mánudaginn 4. janúar verður því skipulag kennslu með sama hætti og undanfarnar vikur í 1.-10. bekk.  5.-10. bekkur á að mæta eins og hér segir: A hópur verður eftir hádegi í skólanum og B hópur verður fyrir hádegi.

Nemendur hafa staðið sig frábærlega í því skipulagi sem hefur verið undanfarið og nýtt tímann í skólanum vel en vonandi förum við að komast í hefðbundið skólastarf aftur.

Með von um að allir geti notið hátíðanna í faðmi sinna nánustu. Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og vonum að árið 2021 færi öllum bjartari tíma.