Skip to content

Jólaskákmót TR 2019: A-sveit Ingunnarskóla vann bronz í yngsta flokki.

Jólamót TR fór fram sunnudaginn 24. nóvember. Teflt var í þremur flokkum; 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk.

Í yngsta flokki kepptu átta sveitir. Stúlknasveit Rimaskóla vann öruggan sigur með 15 ½ vinning af 24 mögulegum. Jafnar í 2.-3. sæti urðu A-sveit Háteigsskóla og A-sveit Ingunnarskóla með 13 ½ vinning hvor. Þær höfðu einnig jafnmörg stig og varð því að grípa til flókinna útreikninga sem tryggðu Háteigsskóla annað sætið. A- sveit Ingunnarskóla hafnaði því í þriðja sæti og fékk bronz að launum. Glæsilegur árangur!

Sveitina skipuðu Elías Jökull, Andri Fannar, Róbert Þór og Tómas, allir í 3. bekk. Elías Jökull, fyrirliði sveitarinnar, fékk 4 ½ vinning af 6 mögulegum eða 75% sem er mjög góð frammistaða. Til hamingju drengir!

B-sveit Ingunnarskóla skipuðu Róbert Þór, Arney Stella og Heiðar Berg öll í 3. bekk. Það var ekki hægt að manna sveitina að fullu og því varð að gefa allar skákir á fjórða borði. Sveitin lenti í 8. sæti með 6 vinninga.

Átján sveitir tóku þátt á miðstiginu (4.-7. bekkur). A- sveit Landakotsskóla lenti í 1. sæti, í 2. sæti varð A-sveit Rimaskóla og í 3. sæti var A-sveit Háteigsskóla.

Sveit Ingunnarskóla hafnaði í 12. sæti með 12 vinninga af 24 eða 50% sem er flottur árangur. Sveitina skipuðu Hersir og Óskar í 5. bekk, Hilmar Ingi, Sigurður, Bergur og Starri allir í 4. bekk.

Hersir leiddi sveitina og fékk 4 vinninga af 6 mögulegum eða 66%.