Skip to content

Litlu jólin í Ingunnarskóla

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Ingunnarskóla. Nemendur mættu og áttu góða samverustund saman með kennurum. Þau borðuðu sparinesti og hlustuðu á sögu. Að samverustundinni lokinni héldu nemendur 1.-4.b á jólaball í salnum. Við fengum góða gesti í heimsókn, þá Askasleiki og Skyrgám, sem héldu uppi fjörinu í íþróttasalnum.

Nemendur 5.-7.b byrjuðu daginn á jólaleikum í íþróttahúsinu þar sem þau kepptu í allskyns skemmtilegum jólaleikjum sín á milli.

Unglingarnir í 8.-10.b voru með kaffihúsastemmningu á sal skólans þar sem þau fengu piparkökur og kakó. Spilað var á píanóið m.a. af nemendum sem gerði stemninguna ennþá huggulegri. Síðan komu fulltrúar frá UN Women sem tóku á móti peningagjöf sem nemendur söfnuðu með sölu á jólamerkimiðum sem þau bjuggu sjálf til.

Myndir frá deginum er að finna í myndasafni.