Skip to content

Litlu jólin

Í dag voru Litlu jólin haldin hátíðleg í Ingunnarskóla. Dagurinn var með öðru sniði en síðustu ár en allir voru glaðir að honum loknum.

Nemendur 5.-10. bekkjar héldu Litlu jólin inná svæðunum sínum með umsjónarkennurum. Sumir fóru í spurningakeppni, horfðu á jólamynd og gæddu sér á sparinesti.

Nemendur 1.-4. bekkjar gengu í kringum jólatréð og sungu jólalög undir dyggri stjórn Jóhönnu TTS kennara. Síðan fengum við heimsókn frá jólasveinum sem skemmtu krökkunum

Að deginum loknum gengu allir sáttir og út í jólafrí.

Ljósmyndari skólans var á ferðinni og smellti af nokkrum myndum.