1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Mötuneyti

Í mötuneyti Ingunnarskóla er boðið upp á heitan mat í hádeginu alla daga. Markmiðið er að bjóða hollan og góðan mat. Fiskur er í boði tvisvar í viku og ávexti eða grænmeti yfirleitt daglega. Mötuneytið hefur fengið góðar viðtökur og er mikill meirihluti nemenda og starfsmanna sem nýtir þjónustuna.

Nemendur eiga kost á að kaupa mat í áskrift, sem greitt er fyrir mánaðarlega. Gjaldið er 9.270 kr. á mánuði, níu mánuði skólaársins. Tilkynna þarf um breytingar á áskrift fyrir 20. hvers mánaðar annars endurnýjast áskriftin sjálfkrafa. Allar breytingar á áskrift skulu fara í gegnum Rafræna Reykjavík.

Til að skrá nemanda í mataráskrift þarf að fara inn á Rafræna Reykjavík og skrá nemanda þar.  Ef skrá á nemanda úr mataráskrift er það sömuleiðis gert þar.  Nánari upplýsingar um skólamötuneyti Skóla- og frístundasviðs er að finna hér.

Nemendur, sem ekki kaupa máltíðir í mötuneytinu, borða nesti sitt þar í hádeginu. 

Matseðill hvers mánaðar er birtur á heimasíðu skólans.

Á morgnanna er boðið upp á hafragraut nemendum að kostnaðarlausu.

Nestistíminn að morgni er kallaður ávaxtastund til að reyna að hvetja nemendur til að koma með ávexti eða grænmeti en allt hollt nesti er í boði. Nauðsynlegt er að búið sé að þvo ávextina og grænmetið áður en það er sett í nestisboxið og jafnvel þarf að skera það í smærri einingar.

Í mötuneytinu starfa þrír starfsmenn:

Sigrún Sigurjónsdóttir matreiðslumaður

Elín Eygló Sigurjónsdóttir

Hulda Jónsdóttir

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |