1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Móttaka nemenda með sérþarfir

Ingunnarskóli er opinn skóli og tilheyra allir nemendur aldursvarandi bekk. Leitast er við að koma til móts við námslegar og félagslegar þarfir nemenda. Einstaklingsáætlun er búin til í upphafi skólaárs og unnið er samkvæmt vikuáætlun sem útbúin er í byrjun vikunnar.  Stoðþjónusta skólans starfar í samvinnu við aðra þjónustuaðila og eru þeir boðaðir á fundi í samráði við forráðamenn.

Í Ingunnarskóla er gott aðgengi fyrir hjólastóla, lyftugengt er á allar hæðir og salernisaðstaða góð. Skólinn vill eiga góð samskipti við foreldra. Nauðsynlegt er að gott upplýsingaflæði sé á milli heimilis og skóla til að stuðla að árangri og góðri líðan nemandans.

Innritun að vori
Foreldrar innrita nemanda á rafrænni Reykjavík.
Foreldrar hafa samband við skólann og fá viðtalstíma.
Tími til viðtals er ákveðinn. Námsráðgjafi boðar til fyrsta viðtals.

Fyrst viðtal að vori
Forráðamenn, skólastjóri/aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri sérkennslu og námsráðgjafi sitja fyrsta fund. Starfsfólk leiksskóla eða fyrri skóla er einnig boðað á þennan fund ef hægt er að koma því við. Á fundinum eru upplýsingar ræddar er viðkoma nám og líðan nemanda. Farið er yfir hvernig hefur gengið í leiksskóla eða fyrri skóla. Ræddar óskir foreldra og þarfir viðkomandi nemanda.

Annað viðtal í upphafi skólaárs
Forráðamenn, deildarstjóri sérkennslu/sérkennari, námsráðgjafi, stigstjóri og umsjónarkennari sitja annan fund. Umsjónarkennari segir almennt frá skipulagi bekkjarins. Farið er yfir stundatöflu nemanda, sérkennslu og aðlögun námsefnis byggt á fyrri skólagöngu. Forráðamenn fá upplýsingar um það tímamagn sem er áætlað í sérkennslu fyrir nemanda. Deildarstjóri sérkennslu/sérkennari og umsjónarkennari upplýsa kennara og annað starfsfólk skólans um stöðu nemandans áður en nemandi byrjar í skólanum.

Nemandi mætir í skólann
Námsráðgjafi tekur á móti nemanda og fylgir inn í bekk. Umsjónarkennari fylgir eftir daglegu skipulagi.

Þriðja viðtal þremur til fjórum vikum eftir að nemandi byrjar í skólanum.
Forráðamenn, umsjónarkennari, deildarstjóri sérkennslu/sérkennari, þroskaþjálfi/stuðningsfulltrúi sitja fundinn þar sem farið er yfir einstaklingsáætlun. Sérkennari kynnir drög að einstaklingsáætlun og forráðamenn ræða sínar óskir. Einstaklingsáætlun rædd og komist að niðurstöðu. Næsti fundur tímasettur. Fundað er sex áfram á vikna fresti.

Móttökuáætlun á PDF-formi

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |