Skip to content

Námsmat

Í Ingunnarskóla er leitast við að hafa leiðbeinandi námsmat þannig að nemandi fái sem bestar upplýsingar á hverjum tíma hvar hann stendur í náminu. Mikilvægt er að nemandi geti sýnt færni sína og hæfni og að sú einkunn sem hann fær í lok annar endurspegli vinnu hans jafnt og þétt yfir skólaárið. Skólinn leggur áherslu á að námsmatið sé aðgengilegt bæði nemendum og foreldrum í skráningakerfinu Mentor.

Mikilvægt er að nemandi sé meðvitaður um þá hæfni sem hann þarf að tileinka sér í námi og taki jafnvel þátt í að meta eigin vinnu út frá hæfniviðmiðum. Hlutverk kennarans er að upplýsa nemanda um hvort hann hafi tileinkað sér þá hæfni sem stefnt er að í hverri námsgrein fyrir sig eða þurfi að bæta hæfni sína á einhverjum sviðum.

Nú er unnið með nýjan einkunna kvarða samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla.

Yngsta stig, 1.-6. bekkur, fær einkunn á fjögurra þrepa kvarða:

  • Framúrskarandi
  • Hæfni náð
  • Þarfnast þjálfunar
  • Hæfni ekki náð

Á unglingastiginu, í 7. – 10. bekk er frammistaða metin á kvarðanum; A, B+, B, C+, C og D.