1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Námsráðgjöf

Námsráðgjafi vinnur ásamt öðrum starfsmönnum skólans að ýmsum velferðarmálum er tengjast námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklinga og hópa.

Helstu viðfangsefni námsráðgjafa eru:
• Að veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.
• Að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu.
• Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi t.d. með því að bjóða upp á námskeið í námstækni.
• Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileik sína raunsætt miðað við nám og störf.
• Að taka á móti nýjum nemendum og veita þeim stuðning.
• Að undirbúa flutning milli skólastiga og fylgja nemendum eftir inn í framhaldsskóla.
• Að sinna fyrirbyggjandi starfi svo sem vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skólans, skólasálfræðing og starfsmenn æskulýðs- og íþróttamála.

Samvinna milli nemenda og námsráðgjafa er grundvöllur þess að rágjöfin nýtist nemendum.

Nemandi getur leitað beint til námsráðgjafa eða verið vísað til hans af kennurum, forráðamönnum eða skólastjórnendum. Forráðamenn geta leitað beint til námsráðgjafa.

Námsráðgjafi er við í skólanum frá klukkan 8:00-16:00. Upplýsingar um viðtalstíma námsráðgjafa eru á skrifstofu skólans.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |